Erlent

Áfram mótmælt í Louisville

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólk er mjög ósátt við þá ákvörðun að ákæra ekki lögreglumennina sem skutu Breonnu Taylor til bana fyrir morð.
Fólk er mjög ósátt við þá ákvörðun að ákæra ekki lögreglumennina sem skutu Breonnu Taylor til bana fyrir morð. Getty/Michael M. Santiago

Mótmæli á götum Louisville í Kentucky héldu áfram í nótt en fólk er afar ósátt við þá ákvörðun yfirvalda að ákæra lögreglumenn sem skutu Breonnu Taylor til bana, ekki fyrir morð.

Í nótt lagði lögregla til atlögu gegn mótmælendunum og voru nokkrir handteknir, þar á meðal þingkonan Attica Scott, sem situr á ríkisþingi Kentucky.

Lögreglan segir í yfirlýsingu að 24 hið minnsta hafi verið handteknir fyrir ýmsar sakir, eins og að koma ólöglega saman, fara ekki að fyrirmælum lögreglu og fyrir að stofna til óeirða.

Mótmælendur lokuðu götum og gengu fylktu liði þar sem nafn Breonnu var kallað, en hún var 26 ára gömul þegar hún lést eftir að lögreglumenn ruddust inn á heimili hennar í leit að eiturlyfjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×