Íslenski boltinn

Birkir Már: Marka­skorun mín kemur mér meira á ó­vart en Co­vid 19 far­aldurinn

Andri Már Eggertsson skrifar
Birkir Már fagnar fyrra marki sínu.
Birkir Már fagnar fyrra marki sínu. vísir/vilhelm

„Þetta var áframhald á góðri frammistöðu frá síðasta leik og erum við að sýna að við erum besta lið á Íslandi í dag,” sagði Birkir Már Sævarsson, bakvörður Vals, ánægður eftir 4-1 sigur á FH.

Það kom mörgum á óvart að Birkir Már hafi skorað í seinasta leik en það kom heldur fleirum á óvart að hann hafi gert tvö í dag.

Aðspurður hvort kæmi honum meira á óvart Covid 19 faraldurinn eða markaskorun hans sagði Birkir að það kæmi honum meira á óvart öll þessi mörk sem hann er búinn að skora.

„Við erum að gera það sem er lagt fyrir okkur, við erum með frábæran hóp það er valinn maður í hverri stöðu hjá Val, það er búið að vera góður stígandi í þessu hjá okkur og er mjög gaman að spila með Aroni Bjarnasyni sem gerir mig að betri leikmanni,” sagði Birkir um gott gengi Vals og samvinnu hans og Arons.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.