Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 17:51 Fólk safnaðist saman við minnisvarða um Taylor í Louisville í dag. AP/Darron Cummings Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira