Íslenski boltinn

Björn Daníel ekki lengur í handbremsu: „Svo æðislegt að sjá hann í þessum leik“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson er einn fjölmarga FH-inga sem hafa leikið vel undanfarnar vikur.
Björn Daníel Sverrisson er einn fjölmarga FH-inga sem hafa leikið vel undanfarnar vikur. vísir/hag

Eftir rólega byrjun á tímabilinu hefur Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, fundið fjölina sína að undanförnu.

Hann skoraði tvö mörk þegar FH-ingar unnu 1-4 útisigur á Fylkismönnum í Pepsi Max-deild karla á mánudaginn. FH-ingar hafa unnið fjóra deildarleiki í röð. 

„Þessi frasi, stigið upp, er svo hárréttur. Hann er bæði farinn að gera hlutina betur, og taka meira til sín, og stíga upp völlinn. Bara í fyrri hálfleik í þessum leik var hann kominn svona tíu sinnum inn í teig og átti þrjú eða fjögur skot,“ sagði Sigurvin Ólafsson í Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport í gær.

„Það var svo æðislegt að sjá hann í þessum leik. Hann var til í allt en manni hefur fundist hann hafa verið í handbremsu í um ár.“

Hjörvar Hafliðason segir að Björn Daníel sé að svara gagnrýnisröddum. „Svo er eðlilegt að hann rífi sig í gang þegar hann heyrir annan hvern mann í fjölmiðlum tala sig hálf partinn niður. Nú er einn þriðji eftir af mótinu og hann virðist vera dottinn í gírinn. Hann gæti alveg verið besti leikmaðurinn í deildinni það sem eftir er og FH-ingar þurfa á því að halda.“

Björn Daníel og félagar í FH taka á móti toppliði Vals í Kaplakrika klukkan 16:15 á morgun. FH-ingar eru átta stigum á eftir Valsmönnum en eiga leik til góða.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Björn Daníel

Tengdar fréttir

Ræddu skot Óskars Hrafns á Ágúst

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, skaut á forvera sinn í starfi, Ágúst Gylfason, eftir tapið fyrir KR á heimavelli.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.