Staðfestu tæplega þrjátíu ára gamalt kuldamet á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 12:03 Við Grænlandsstrendur. Metkuldinn mældist hátt á Grænlandsjökli í desember árið 1991. AP/Brennan Linsley Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Sérfræðingar stofnunarinnar sem fara yfir eldri veðurgögn telja að búnaðurinn og aðferðirnar sem voru notaðar við mælinguna geri hana gjaldgenga. Nýja kuldametið er 1,8°C lægra en þær -67,8°C sem hafa mælst í tvígang í Síberíu, annars vegar í Verkhojanksk í febrúar árið 1892 og hins vegar í Oimekon í janúar árið 1933. Haldið er utan um ýmis konar veðuröfgar í gagnabanka Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), þar á meðal mesta hita, kulda og úrkomu. Í sumum tilfellum finna sérfræðingar hennar löngugleymdar veðurathuganir sem geta veitt mikilvægar upplýsingar um þróun loftslags jarðar. Þeir vinna að því að greina og staðfesta slík gögn. Mælingin á Grænlandi var gerð á Klinck-mælistöðinni í 3.105 metra hæð nærri hæsta punkti Grænlandsjökuls 22. desember árið 1991, að því er segir í tilkynningu frá WMO. Sjálfvirka veðurstöðin sem mældi kuldann var á vegum Háskólans í Wisconsin vegna rannsókna á Grænlandsjökli og var virk í tvö ár í byrjun 10. áratugsins. Sérfræðingar WMO þurftu að hafa uppi á vísindamönnunum sem ráku veðurstöðina fyrir tæpum þremur áratugum til þess að geta staðfest metið. Í ljós kom að þeir höfðu haldið samviskusamlega utan um öll gögn sem tengdust mælingunum. Mesta frost sem mælst hefur á jörðinni er -89,2°C á Vostok-stöðinni á Suðurskautslandinu 21. júlí árið 1983. Sérfræðingar WMO vinna enn að því að staðfesta hvort að met hafi verið slegið í Verkhojanksk, þar sem eldra kuldametið var sett, þegar þar mældust 38°C í hitabylgju í Síberíu 20. júní. Það gæti verið mesti hiti sem hefur mælst norðan heimskautsbaugs. Veður Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Sérfræðingar stofnunarinnar sem fara yfir eldri veðurgögn telja að búnaðurinn og aðferðirnar sem voru notaðar við mælinguna geri hana gjaldgenga. Nýja kuldametið er 1,8°C lægra en þær -67,8°C sem hafa mælst í tvígang í Síberíu, annars vegar í Verkhojanksk í febrúar árið 1892 og hins vegar í Oimekon í janúar árið 1933. Haldið er utan um ýmis konar veðuröfgar í gagnabanka Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), þar á meðal mesta hita, kulda og úrkomu. Í sumum tilfellum finna sérfræðingar hennar löngugleymdar veðurathuganir sem geta veitt mikilvægar upplýsingar um þróun loftslags jarðar. Þeir vinna að því að greina og staðfesta slík gögn. Mælingin á Grænlandi var gerð á Klinck-mælistöðinni í 3.105 metra hæð nærri hæsta punkti Grænlandsjökuls 22. desember árið 1991, að því er segir í tilkynningu frá WMO. Sjálfvirka veðurstöðin sem mældi kuldann var á vegum Háskólans í Wisconsin vegna rannsókna á Grænlandsjökli og var virk í tvö ár í byrjun 10. áratugsins. Sérfræðingar WMO þurftu að hafa uppi á vísindamönnunum sem ráku veðurstöðina fyrir tæpum þremur áratugum til þess að geta staðfest metið. Í ljós kom að þeir höfðu haldið samviskusamlega utan um öll gögn sem tengdust mælingunum. Mesta frost sem mælst hefur á jörðinni er -89,2°C á Vostok-stöðinni á Suðurskautslandinu 21. júlí árið 1983. Sérfræðingar WMO vinna enn að því að staðfesta hvort að met hafi verið slegið í Verkhojanksk, þar sem eldra kuldametið var sett, þegar þar mældust 38°C í hitabylgju í Síberíu 20. júní. Það gæti verið mesti hiti sem hefur mælst norðan heimskautsbaugs.
Veður Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“