Smalakonur í hríðarbyl segja skítkalt en ógeðslega gaman Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2020 21:56 Dagný Rós Stefánsdóttir, Þjóðólfshaga, og Sif Ólafsdóttir, Einhamri, við Helliskvísl hjá Landmannahelli. Stöð 2/Einar Árnason. Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var á föstudag sem 55 manna hópur smalamanna lagði í fyrstu leitir inn á Landmannaafrétt en hann liggur að Fjallabaki austur af Heklu. Fyrsti smaladagurinn var á laugardag en þá var farið í Jökulgil inn af Landmannalaugum. Fjárleitunum lýkur svo með réttum á fimmtudag í Áfangagili norðan Heklu. Smalamenn reka fjárhóp eftir Landmannaleið vestan við Dómadalsháls. Þarna liggur vegurinn í um sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Einar Árnason. Við skálaþyrpinguna við Landmannahelli, þar sem leitarmenn halda til, mæta okkur alhvít jörð og stillur inn á milli. Eftir hvassviðri og rigningardembur um helgina gekk á með hríðarbyljum í gær, - og svo miklum að fjallkóngurinn taldi farsælast að bregða sér af baki og stýra leitunum með talstöð úr jeppanum. Kristinn hafði vonast eftir góðum degi en élin reyndust „helvíti mikið dimm“. „En auðvitað er snjórinn alltaf góður smali. Það rennur dálítið vel undan okkur núna,“ sagði fjallkóngurinn. Kristinn Guðnason fjallkóngur er jafnan kenndur við Skarð þótt hann búi núna í Árbæjarhjáleigu. Hann fór í sínar fyrstu leitir á Landmannaafrétt árið 1964.Stöð 2/Einar Árnason. Já, við svona aðstæður gengur sauðféð bara sjálft til byggða. Leitarsvæðið er víðast hvar í yfir í sexhundruð metra hæð. Við sáum göngumenn smala fjallið Löðmund, sem er yfir þúsund metra hátt, meðan hríðarbyljir gengu yfir. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það var mjög hált og erfitt í morgun og er enn,“ sagði Kristinn. „Það er búið að vera vitlaust veður,“ sagði Bragi Guðmundsson, hestamaður í Flagbjarnarholti. Bragi Guðmundsson er úr Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti.Stöð 2/Einar Árnason. „Við byrjuðum uppi í Laugum í morgun og eru búnir að fara hér niðureftir öllu. Og erum að koma með fé hérna úr Löðmundi. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Það er svo leiðinlegt veður, svo lélegt skyggni,“ sagði Bragi. Það vekur athygli okkar að álíka margar konur og karlar eru þetta haustið í leitunum. Þær Sif Ólafsdóttur og Dagnýju Rós Stefánsdóttur sáum við eltast við rollur utan í snarbröttum Dómadalshálsinum. „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ sagði Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ sagði Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ sagði Sif. Þær Sif og Dagný Rós ríða Helliskvísl við Landmannahelli.Stöð 2/Einar Árnason. Þetta er fertugasta haustið sem Kristinn er fjallkóngur en mönnum er til efs að margir hafi stýrt leitum svo lengi. „Það voru einhverjar sögur um það að langafi minn hefði verið 50 ár. Ég byrjaði ungur, rúmlega þrítugur,“ sagði Kristinn, en hann hafði þá verið í göngum frá fjórtán ára aldri. En afhverju er fólk að leggja á sig allt þetta erfiði? „Þetta er æðislegt. Þetta er bara svo gaman. Útrás og allt saman,“ svarar Sif, sem segist vera í húsmæðraorlofi. „Þó að veðrið sé ógeðslegt og að manni sé skítkalt er þetta ógeðslega gaman. Gott að komast samt í hús í hlýjuna,“ svarar Dagný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þátt um fjárleitir Gnúpverja fyrir sjö árum: Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Hestar Réttir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Tugir karla og kvenna eru þessa dagana lengst inni á hálendi við fjárleitir í hríðarbyljum á Landmannaafrétti. Jöfn kynjahlutföll eru í hópi smalamanna þetta haustið en þetta er fertugasta árið sem Kristinn Guðnason í Skarði er fjallkóngur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Það var á föstudag sem 55 manna hópur smalamanna lagði í fyrstu leitir inn á Landmannaafrétt en hann liggur að Fjallabaki austur af Heklu. Fyrsti smaladagurinn var á laugardag en þá var farið í Jökulgil inn af Landmannalaugum. Fjárleitunum lýkur svo með réttum á fimmtudag í Áfangagili norðan Heklu. Smalamenn reka fjárhóp eftir Landmannaleið vestan við Dómadalsháls. Þarna liggur vegurinn í um sexhundruð metra hæð yfir sjávarmáli.Stöð 2/Einar Árnason. Við skálaþyrpinguna við Landmannahelli, þar sem leitarmenn halda til, mæta okkur alhvít jörð og stillur inn á milli. Eftir hvassviðri og rigningardembur um helgina gekk á með hríðarbyljum í gær, - og svo miklum að fjallkóngurinn taldi farsælast að bregða sér af baki og stýra leitunum með talstöð úr jeppanum. Kristinn hafði vonast eftir góðum degi en élin reyndust „helvíti mikið dimm“. „En auðvitað er snjórinn alltaf góður smali. Það rennur dálítið vel undan okkur núna,“ sagði fjallkóngurinn. Kristinn Guðnason fjallkóngur er jafnan kenndur við Skarð þótt hann búi núna í Árbæjarhjáleigu. Hann fór í sínar fyrstu leitir á Landmannaafrétt árið 1964.Stöð 2/Einar Árnason. Já, við svona aðstæður gengur sauðféð bara sjálft til byggða. Leitarsvæðið er víðast hvar í yfir í sexhundruð metra hæð. Við sáum göngumenn smala fjallið Löðmund, sem er yfir þúsund metra hátt, meðan hríðarbyljir gengu yfir. „Þetta er búið að vera mjög erfitt. Það var mjög hált og erfitt í morgun og er enn,“ sagði Kristinn. „Það er búið að vera vitlaust veður,“ sagði Bragi Guðmundsson, hestamaður í Flagbjarnarholti. Bragi Guðmundsson er úr Garðinum en stundar hestamennsku í Flagbjarnarholti.Stöð 2/Einar Árnason. „Við byrjuðum uppi í Laugum í morgun og eru búnir að fara hér niðureftir öllu. Og erum að koma með fé hérna úr Löðmundi. Ég veit ekki hvernig þetta endar. Það er svo leiðinlegt veður, svo lélegt skyggni,“ sagði Bragi. Það vekur athygli okkar að álíka margar konur og karlar eru þetta haustið í leitunum. Þær Sif Ólafsdóttur og Dagnýju Rós Stefánsdóttur sáum við eltast við rollur utan í snarbröttum Dómadalshálsinum. „Maður hafði eiginlega meiri áhyggjur af því að hesturinn rynni bara niður. Þetta var svo sleipt þarna uppi,“ sagði Sif. „Svo safnast snjórinn svo undir hófana á þeim,“ sagði Dagný Rós. „Þeir eru alveg á stultum, greyin,“ sagði Sif. Þær Sif og Dagný Rós ríða Helliskvísl við Landmannahelli.Stöð 2/Einar Árnason. Þetta er fertugasta haustið sem Kristinn er fjallkóngur en mönnum er til efs að margir hafi stýrt leitum svo lengi. „Það voru einhverjar sögur um það að langafi minn hefði verið 50 ár. Ég byrjaði ungur, rúmlega þrítugur,“ sagði Kristinn, en hann hafði þá verið í göngum frá fjórtán ára aldri. En afhverju er fólk að leggja á sig allt þetta erfiði? „Þetta er æðislegt. Þetta er bara svo gaman. Útrás og allt saman,“ svarar Sif, sem segist vera í húsmæðraorlofi. „Þó að veðrið sé ógeðslegt og að manni sé skítkalt er þetta ógeðslega gaman. Gott að komast samt í hús í hlýjuna,“ svarar Dagný. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá þátt um fjárleitir Gnúpverja fyrir sjö árum:
Landbúnaður Rangárþing ytra Ásahreppur Hestar Réttir Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira