Fjalldrottningin sem stýrir lengstu fjárleitum Íslands

Fjalldrottning stjórnar fjárleitum Gnúpverja, hópi fjallmanna sem haust hvert fer úr Árnessýslu í níu daga leiðangur um hálendið sunnan Hofsjökuls og með vesturbökkum Þjórsár. Í þættinum „Um land allt“ fylgdu þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður göngumönnum síðustu þrjá dagana; úr Gljúfurleit, niður í Þjórsárdal og í Skaftholtsréttir við Árnes. Erlendir ferðamenn slást með í för til að upplifa þessa sinfóníu hljóðs og mynda í íslenskum búskap og náttúru. Jafnan er áð við höfðann Bringu, þar sem fræg ljósmynd af fjárrekstrinum var tekin; mynd sem prýddi tvær útgáfur 100 króna seðla á síðustu öld.

13112
27:00

Vinsælt í flokknum Um land allt