Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Sigrar og raunir ís­lenska hestsins

Íslenski hesturinn hefur frá örófi alda verið samofin sögu þjóðarinnar. Hesturinn hefur verið nýttur sem vinnudýr, fararskjóti og landinn át jafnvel sjálfdauð hross í laumi sökum hungurs eftir kristnitöku, sem á þeim tíma boðaði heljarvist þeim sem það gerðu.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eitt glæsi­legasta hrossaræktar­bú landsins til sölu

Hrossaræktarbúið Fet í Holtum í Rangárvallasýslu hefur verið auglýst til sölu með öllum þeim byggingum og bústofni sem til er á bænum. Búið er í eigu Karls Wernerssonar athafnamanns en um er að ræða eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins.

Innlent
Fréttamynd

Galasýning á hestum og dansað við stóð­hest

Það stendur mikið til hjá hópi hestamanna, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir galasýningu á hestunum sínum og á sýningunni mun reiðkennari líka dansa við stóðhest og ljóðið Skúlaskeið eftir Grím Thomsen verður sett á svið með einum af hraðasta skeiðhesti landsins.

Innlent
Fréttamynd

Sorpa endur­skoðar verð­skrá vegna losunar hrossa­taðs

Forsvarsmenn hestamannafélaganna Fáks og Spretts og Sorpa vinna nú að sameiginlegri lausn við losun hrossataðs á höfuðborgarsvæðinu. Í sameiginlegri tilkynningu frá þessum þremur aðilum segir að allt frá því í haust, þegar losunarstöðum var lokað, hafi verið vandamál að losa stað vegna gjaldskrár. Samkvæmt gjaldskrá Sorpu kostar 25,68 krónur að losa kíló af hrossataði og er verðið það sama fyrir losun hænsna- og svínaskíts. 

Neytendur
Fréttamynd

Kvarta til um­boðs­manns Al­þingis vegna blóðmerahalds

Umboðsmanni Alþingis hefur borist kvörtun frá lögmanni dýraverndunarsamtaka vegna stjórnsýslu í tengslum við blóðmerahald á Íslandi. Lögmaðurinn segir að hér ríki algjört úrræðaleysi þegar upp koma mál sem varða illa meðferð á dýrum.

Innlent
Fréttamynd

Glæsi­leg folaldasýning í Skála­koti undir Eyja­fjöllum

Folaldasýningar eru alltaf vinsælar í sveitum landsins á þessum árstíma en ein slík var haldin undir Eyjajföllum nýlega þar sem dómarar mátu folöldin og gáfu þeim einkunn. Hestamenn eru sammála um að það sjáist oft strax á folöldunum hvort þau verði efnileg í framtíðinni eða ekki.

Lífið
Fréttamynd

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliða­ár opin um­ferð

Ný göngu- og hjólabrú yfir Elliðaár í Víðidal, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hefur verið opnuð umferð. Brúin er við Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju í Breiðholti á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks og var hún tengd við stígakerfi Elliðaárdals með malbiki fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Drap 81 dýr á þremur tímum

Maður sem grunaður er um að hafa drepið 81 dýr í Norður-Kaliforníu, þar á meðal smáhesta, geitur, hænur og páfagauka, segist alsaklaus. Meðal fórnarlamba hans voru smáhestarnir Lucky, Princess og Estrella auk fjölda annarra.

Erlent
Fréttamynd

Annar Ólympíuknapi á­sakaður um dýraníð

Austurríski knapinn Max Kuehner, sem keppir í sýnistökki á Ólympíuleikunum í París, hefur verið ákærður fyrir dýraníð. Honum er gert að sök að hafa barið hest sinn með kylfu til að láta hann stökkva hærra.

Sport
Fréttamynd

Sluppu furðu­vel frá heim­sókn hesta á golf­völlinn

Tiltölulega litlar skemmdir urðu á Hlíðavelli í Mosfellsbæ þegar hestastóð kom í óvelkomna heimsókn þangað seint í gærkvöldi. Vallastjóri telur líklegt að hestarnir hafi sloppið úr gerði nærri vellinum þar sem hann liggur við Leiruvog.

Innlent
Fréttamynd

Stáli fyljar merar enn á fullu 26 vetra gamall

Einn vinsælasti stóðhestur landsins, Stáli frá Kjarri í Ölfusi gefur ekkert eftir þó hann sé orðinn tuttugu og sex vetra því hann er enn að fylja merar en afkvæmi Stála eru orðin vel yfir níu hundruð.

Innlent