Ágúst: Ég er með samning út næsta ár og ég virði það Atli Freyr Arason skrifar 21. september 2020 21:32 Ágúst á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/vilhelm Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu gerði sér grein fyrir því fyrir leik að liðið væri í dauðafæri að reyna að spyrna sér af botninum með sigri á ÍA í dag. V var hann því gífurlega svekktur með 3-0 ósigur í viðtali við leikslok. „Þetta er svekkelsi. Þetta voru erfiðar aðstæður en mér fannst við vera lengi vel inn í leiknum. Þeir skora úr hornspyrnu í fyrri hálfleik þar sem hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum. Við settum ágætlega á þá fyrstu 30-35 í seinni hálfleik án þess að skapa okkur mikið.“ „Svo fáum við á okkur klaufamark og víti í lokin sem skilar þessu í 3-0, mér fannst þetta ekki öruggur sigur, þrátt fyrir að tölurnar segja 3-0 þá voru engir yfirburðir á vellinum hjá hvorugu liði. Það voru bara erfiðar aðstæður og smá klaufaskapur hjá okkur sem gera það að verkum að við töpuðum þessum leik,“ sagði Ágúst. Grótta fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 70. mínútu sem þeir nýta ekki og Skaginn rýkur af stað í hina áttina og skora mark sem klárar leikinn. „Þetta er kannski saga okkar í sumar. Við fáum kannski tvo til þrjú ágætis færi og þá eigum við til að gleyma okkur í varnarleiknum, förum í þetta sem kallast „ball watching“ og fáum mark í andlitið. Það er oft eitthvað sem nýliðar þurfa að glíma við og við erum í þessu því miður.“ „Það er ekkert sérstakt að vera næstum því á botninum. Skagamenn eru nú komnir á fínan stað í töflunni og skilja okkur svolítið eina eftir á botninum með Fjölni. Þetta lítur ekki sérstaklega vel út fyrir okkur en eins og ég hef oft sagt áður, á meðan það er möguleiki þá gerum við okkar besta að reyna að halda okkur í deildinni,“ sagði Ágúst um klaufaskap nýliðanna í sumar. Varnarleikur ÍA hefur eins og minnst var á hér að ofan fengið mikla gagnrýni og hefur ekkert lið fengið meira af mörkum á sig í deildinni en Skagamenn. Grótta er eina liðið sem ÍA hefur haldið hreinu gegn í sumar og það tvisvar. Aðspurður afhverju Grótta er eina liðið sem nær ekki að skora gegn Skaganum í ár sagði Ágúst: „Við fengum ekki mikið af færum, þau fáu færi sem við fáum gegn Skaganum nýtum við ekki á meðan þeir skora sjö mörk á okkur. Það er ekkert sérstakt.“ Ágúst Gylfason verður þjálfari Gróttu árið 2021 sama hvort liðið verði í Pepsi Max eða Lengjudeildinni. „Ég er með samning út næsta ár og ég virði það,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu gerði sér grein fyrir því fyrir leik að liðið væri í dauðafæri að reyna að spyrna sér af botninum með sigri á ÍA í dag. V var hann því gífurlega svekktur með 3-0 ósigur í viðtali við leikslok. „Þetta er svekkelsi. Þetta voru erfiðar aðstæður en mér fannst við vera lengi vel inn í leiknum. Þeir skora úr hornspyrnu í fyrri hálfleik þar sem hvorugt liðið skapaði sér mikið af færum. Við settum ágætlega á þá fyrstu 30-35 í seinni hálfleik án þess að skapa okkur mikið.“ „Svo fáum við á okkur klaufamark og víti í lokin sem skilar þessu í 3-0, mér fannst þetta ekki öruggur sigur, þrátt fyrir að tölurnar segja 3-0 þá voru engir yfirburðir á vellinum hjá hvorugu liði. Það voru bara erfiðar aðstæður og smá klaufaskapur hjá okkur sem gera það að verkum að við töpuðum þessum leik,“ sagði Ágúst. Grótta fékk dauðafæri til að jafna leikinn á 70. mínútu sem þeir nýta ekki og Skaginn rýkur af stað í hina áttina og skora mark sem klárar leikinn. „Þetta er kannski saga okkar í sumar. Við fáum kannski tvo til þrjú ágætis færi og þá eigum við til að gleyma okkur í varnarleiknum, förum í þetta sem kallast „ball watching“ og fáum mark í andlitið. Það er oft eitthvað sem nýliðar þurfa að glíma við og við erum í þessu því miður.“ „Það er ekkert sérstakt að vera næstum því á botninum. Skagamenn eru nú komnir á fínan stað í töflunni og skilja okkur svolítið eina eftir á botninum með Fjölni. Þetta lítur ekki sérstaklega vel út fyrir okkur en eins og ég hef oft sagt áður, á meðan það er möguleiki þá gerum við okkar besta að reyna að halda okkur í deildinni,“ sagði Ágúst um klaufaskap nýliðanna í sumar. Varnarleikur ÍA hefur eins og minnst var á hér að ofan fengið mikla gagnrýni og hefur ekkert lið fengið meira af mörkum á sig í deildinni en Skagamenn. Grótta er eina liðið sem ÍA hefur haldið hreinu gegn í sumar og það tvisvar. Aðspurður afhverju Grótta er eina liðið sem nær ekki að skora gegn Skaganum í ár sagði Ágúst: „Við fengum ekki mikið af færum, þau fáu færi sem við fáum gegn Skaganum nýtum við ekki á meðan þeir skora sjö mörk á okkur. Það er ekkert sérstakt.“ Ágúst Gylfason verður þjálfari Gróttu árið 2021 sama hvort liðið verði í Pepsi Max eða Lengjudeildinni. „Ég er með samning út næsta ár og ég virði það,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Grótta Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Grótta 3-0 | Seltirningar í vandræðum Grótta er í verulegum vandræðum eftir 3-0 tap á Skaganum. Falldraugurinn blasir við. 21. september 2020 20:54