Ekki rétt að leita að sökudólgum Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2020 14:29 Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Mynd/Almannavarnir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er og sagðist hann aðallega vera að velta því fyrir sér að herða fjöldatakmarkanir. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag en hann sagði einnig að ekki væri rétt að leita að sökudólgum og margar ástæður megi rekja til þess að veiran hafi átt hægara um vik að dreifa sér. Búið er að fjölga verulega í smitrakningateymi lögreglunnar. Það teymi þarf að ræða við rúmlega 500 manns í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á fundinum að forsvarsmenn þeirra skemmtistaða sem stór hluti nýsmitaðra virðist hafa sótt, hafi verið hvattir til að stíga fram og biðja viðskiptavini um að fara í skimun. Forsvarsmenn staðanna hafa beðið um að nöfn þeirra verði ekki opinberuð og lögreglan telur sig ekki hafa heimild til þess. Þórólfur vísaði til þess að veiran væri í mikilli útbreiðslu víða um heim. Önnur ríki væru að sjá nýjar bylgjur og það ætti vafalaust eftir að gerast aftur á Íslandi, þegar búið er að ná tökum á þessari bylgju. Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Passi upp á handaþvott, sprittnotkun, halda eins metra reglunni, forðast mannmarga staði og haldi sig heima ef það finnur fyrir einkennum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að grípa til hertra aðgerða vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar. Verði það gert, sé markmiðið að kveða niður þessa bylgju eins hratt og auðið er og sagðist hann aðallega vera að velta því fyrir sér að herða fjöldatakmarkanir. Einstaklingsbundnar varnir skili þó mestum árangri. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi í dag en hann sagði einnig að ekki væri rétt að leita að sökudólgum og margar ástæður megi rekja til þess að veiran hafi átt hægara um vik að dreifa sér. Búið er að fjölga verulega í smitrakningateymi lögreglunnar. Það teymi þarf að ræða við rúmlega 500 manns í dag. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á fundinum að forsvarsmenn þeirra skemmtistaða sem stór hluti nýsmitaðra virðist hafa sótt, hafi verið hvattir til að stíga fram og biðja viðskiptavini um að fara í skimun. Forsvarsmenn staðanna hafa beðið um að nöfn þeirra verði ekki opinberuð og lögreglan telur sig ekki hafa heimild til þess. Þórólfur vísaði til þess að veiran væri í mikilli útbreiðslu víða um heim. Önnur ríki væru að sjá nýjar bylgjur og það ætti vafalaust eftir að gerast aftur á Íslandi, þegar búið er að ná tökum á þessari bylgju. Báðir sögðu þeir reyna á samstöðu Íslendinga og hvöttu ítrekað til þess að einstaklingar hugi að eigin sóttvörnum. Passi upp á handaþvott, sprittnotkun, halda eins metra reglunni, forðast mannmarga staði og haldi sig heima ef það finnur fyrir einkennum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04 Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00 Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40 75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirufaraldursins Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00. 19. september 2020 13:04
Vill „allt í lás“ næstu vikurnar Nauðsynlegt er að fara í sömu hörðu aðgerðir og beitt var í vor. Það segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem segir þann fjölda smita sem greindist í gær til marks að faraldur nýju kórónuveirunnar sé í hröðum vexti hér á landi. Jafnvel í veldisvexti. 19. september 2020 12:00
Meðalaldur smitaðra lægri en áður Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir stöðuna alvarlega hér á landi. Fjöldi þeirra sem greindust með Covid-19 sé meira en samanlagður fjöldi smitaðra síðustu viku. 19. september 2020 11:40
75 greindust með veiruna 75 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Tuttugu og átta þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu. 19. september 2020 11:03