Innlent

Svona var 114. upp­lýsinga­fundurinn vegna kórónu­veirufar­aldursins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna. Ljósmynd/Almannavarnir

Boðað hefur verið til upplýsingafundar vegna framgangs faraldurs kórónuveirunnar hér á landi í húsnæði landlæknis klukkan 14:00.

Mikil aukning var í greiningu smita síðastliðinn sólarhring þegar 75 greindust með veiruna en fleiri hafa ekki greinst í þessari bylgju faraldursins. Um helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví.

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að meðalaldur þeirra sem greindust í gær sé töluvert lægri en áður en flestir eru á þrítugsaldri. 

Víðir verður á upplýsingafundinum ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fara þeir yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Uppfært: Fundinum er lokið. Upptöku og textalýsingu frá fundinum má sjá að neðan. 


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.