Íslenski boltinn

Fimm leikjum í Pepsi Max deild karla frestað

Sindri Sverrisson skrifar
Valur og Stjarnan mætast í toppslag á mánudagskvöld.
Valur og Stjarnan mætast í toppslag á mánudagskvöld. VÍSIR/DANÍEL

Knattspyrnusamband Íslands hefur frestað fimm leikjum sem fara áttu fram á sunnudaginn í Pepsi Max-deild karla.

Leikjunum er frestað vegna veður en spáð er talsverðum vindi og rigningu á sunnudag. Leikirnir sem fara áttu þá fram hafa verið færðir til mánudags en þá er spáð mildara veðri.

Leikir á mánudag í Pepsi Max-deild karla

ÍA – Grótta 16.30

Fylkir – FH 19.15

Stjarnan – Valur 19.15

Breiðablik – KR 19.15

Víkingur R. – HK 20.00

Fyrsti leikur 17. umferðarinnar er viðureign Fjölnis og KA sem fram fer kl. 14 á morgun og hefur ekki verið frestað.

Fjórir leikjanna í umferðinni verða í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2. Það eru leikir ÍA og Fjölnis, ÍA og Gróttu, Stjörnunnar og Vals, og Breiðabliks og KR. Öll mörkin og helstu atvik verða sýnd í Pepsi Max tilþrifunum á mánudagskvöld og Pepsi Max stúkan er svo á dagskrá á þriðjudagskvöld.

Í Lengjudeildinni verður leikur ÍBV og Þórs svo sýndur í beinni á mánudaginn, kl. 16.30, en sigurliðið í þeim leik á enn ágæta von um að komast upp í Pepsi Max deildina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.