Enski boltinn

Liverpool staðfestir kaupin á Thiago

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Thiago í búningi Liverpool.
Thiago í búningi Liverpool. getty/Andrew Powell

Englandsmeistarar Liverpool hafa staðfest kaupin á Thiago Alcantara frá Bayern München. Talið er að Liverpool borgi 25 milljónir punda fyrir spænska landsliðsmanninn.

Thiago varð þrefaldur meistari með Bayern á síðasta tímabili sínu hjá félaginu. Hann lék með Bayern í sjö ár og varð þýskur meistari öll tímabilin sín hjá félaginu.

„Þetta er frábær tilfinning. Ég hef beðið lengi eftir þessu augnabliki og er hæstánægður að vera hér,“ sagði Thiago við heimasíðu Liverpool.

Hinn 29 ára Thiago er uppalinn hjá Barcelona og lék með liðinu til 2013 þegar hann fór til Bayern. Thiago hefur leikið 39 leiki fyrir spænska landsliðið og lék með því á EM 2016 og HM 2018.

Liverpool varð Englandsmeistari á síðasta tímabili eftir 30 ára bið. Auk Thiagos hefur Liverpool keypt Kostas Tsimikas frá Olympiacos.

Næsti leikur Liverpool er gegn Chelsea á Stamford Bridge á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.