Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 23:07 Christopher Wray, forstjóri FBI. Vísir/Getty Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30
Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00