Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 15:55 Facebook er að grípa til aðgerða sem ætlað er að koma í veg fyrir misnotkun samfélagsmiðilsins. AP/Jeff Chiu Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33