Arnar Gunnlaugs: Þarft að vera blindur til að sjá ekki hvort liðið vildi spila fótbolta Andri Már Eggertsson skrifar 17. september 2020 19:30 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með 1-0 tap Víkings gegn FH í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu er liðin mættust í Kaplakrika. Eftir 13. umferðir er Víkingur með 14 stig, eftir sama umferðafjölda á síðasta ári höfðu þeir safnað einu stigi minna. „Það er fáránlegt að við séum með svona fá stig þetta hefur verið stöngin út allt mótið, við eigum meira skilið við erum með flott lið sem spilaði vel í dag á móti góðu liði sem er í mjög góðu formi. Þú þarft að vera blindur til að sjá ekki hvort liðið vildi spila fótbolta, ef fólk vill kíkja á tölur þá er miklir yfirburðir hjá okkur sem gleður mig sem þjálfara,” sagði Arnar Arnar talaði um að það þarf að skerpa á ákveðnum hlutum í liðinu sem er jákvæðara heldur en að þurfa að umbreyta öllu líkt og mörg önnur lið hér á landi þurfa að gera og sýndi leikurinn í dag marga veikleika í íslenskri knattspyrnu. „Þeir eru með öðruvísi leikaðferðir en við þar sem þeir liggja til baka og beita skyndisóknum ef það er ásættanlegt í FH þá er það frábært fyrir þá en við tökum ekki þátt í þeirri vitleysu. Færi FH koma mikið eftir okkar mistök þar sem við missum boltann en það er sárt að tapa.” Arnar brýndi fyrir sínum leikmönum að þeir þurfa að hafa trú á því sem þeir eru að gera inná vellinum. „Ef þú berð okkur saman við miðjuna á móti Val í síðasta leik og miðjuna á móti FH í dag aldurslega séð þá vantar bara reynslu í sinn leik, ég ræddi við Eggert Gunnþór sem átti í miklum vandræðum með 18 ára Kristal á miðjunni hjá okkur,” sagði Arnar og talaði hann um að það verður að gefa ungum strákum tækifæri til þess að þeir fái reynslu. Markið sem skildi liðin af var umdeilt að mati Arnars þar sem honum fannst það ekki átt að standa. „Mér fannst vera brotið á Dóra hægri vængbakverði mínum og þá fer vinstri bakvörður þeirra í nákvæmlega sama svæði og Dóri hefði átt að vera á og skorar, hann lág á vellinum þar sem hann var meiddur og var þá ekki mættur á sinn stað en dómarinn sá þetta ekki,” sagði Arnar og hrósaði Hirti Loga fyrir gott mark. Ingvar Jónsson átti góðan leik í dag en hann hefur fengið sína gagnrýni fyrir spilamennsku sína í marki Víkings þetta árið. „Ingvar var flottur í dag hann hefur fengið ósanngjarna gagnrýni. Það eru leikmenn hjá mér Kári, Ingvar og Sölvi sem eru ekki vanir að spila einsog við erum að gera en þeir elska þessa fræði og eru hugaðir að spila og gera mistök. Ingvar er búinn að vera flottur og verður ennþá betri hann er búinn að verja vel og spila boltanum vel.” Mótið er þétt spilað núna og er Arnar alveg sammála því að liðið þarf á stigi að halda, hann vildi helst fá 1-0 sigur með sprelli marki það myndi gera helling fyrir hans lið. Við erum úr leik í öllum barráttum og verðum við að fá liðið til að gíra sig í restina af mótinu þar sem það yrði gráttlegt að missa móðinn og verða ósýnilegir í endan af tímabilinu. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs staðfesti að Óttar Magnús væri á leið til Feneyja Arnar Gunnlaugsson staðfesti að Óttar Magnús Karlsson færi til Venezia í ítölsku B-deildinni áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 5. október. 17. september 2020 18:15 Leik lokið: FH - Víkingur R. 1-0 | Hjörtur Logi óvænt hetja FH Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Víking Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. 17. september 2020 18:35 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson var ekki sáttur með 1-0 tap Víkings gegn FH í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu er liðin mættust í Kaplakrika. Eftir 13. umferðir er Víkingur með 14 stig, eftir sama umferðafjölda á síðasta ári höfðu þeir safnað einu stigi minna. „Það er fáránlegt að við séum með svona fá stig þetta hefur verið stöngin út allt mótið, við eigum meira skilið við erum með flott lið sem spilaði vel í dag á móti góðu liði sem er í mjög góðu formi. Þú þarft að vera blindur til að sjá ekki hvort liðið vildi spila fótbolta, ef fólk vill kíkja á tölur þá er miklir yfirburðir hjá okkur sem gleður mig sem þjálfara,” sagði Arnar Arnar talaði um að það þarf að skerpa á ákveðnum hlutum í liðinu sem er jákvæðara heldur en að þurfa að umbreyta öllu líkt og mörg önnur lið hér á landi þurfa að gera og sýndi leikurinn í dag marga veikleika í íslenskri knattspyrnu. „Þeir eru með öðruvísi leikaðferðir en við þar sem þeir liggja til baka og beita skyndisóknum ef það er ásættanlegt í FH þá er það frábært fyrir þá en við tökum ekki þátt í þeirri vitleysu. Færi FH koma mikið eftir okkar mistök þar sem við missum boltann en það er sárt að tapa.” Arnar brýndi fyrir sínum leikmönum að þeir þurfa að hafa trú á því sem þeir eru að gera inná vellinum. „Ef þú berð okkur saman við miðjuna á móti Val í síðasta leik og miðjuna á móti FH í dag aldurslega séð þá vantar bara reynslu í sinn leik, ég ræddi við Eggert Gunnþór sem átti í miklum vandræðum með 18 ára Kristal á miðjunni hjá okkur,” sagði Arnar og talaði hann um að það verður að gefa ungum strákum tækifæri til þess að þeir fái reynslu. Markið sem skildi liðin af var umdeilt að mati Arnars þar sem honum fannst það ekki átt að standa. „Mér fannst vera brotið á Dóra hægri vængbakverði mínum og þá fer vinstri bakvörður þeirra í nákvæmlega sama svæði og Dóri hefði átt að vera á og skorar, hann lág á vellinum þar sem hann var meiddur og var þá ekki mættur á sinn stað en dómarinn sá þetta ekki,” sagði Arnar og hrósaði Hirti Loga fyrir gott mark. Ingvar Jónsson átti góðan leik í dag en hann hefur fengið sína gagnrýni fyrir spilamennsku sína í marki Víkings þetta árið. „Ingvar var flottur í dag hann hefur fengið ósanngjarna gagnrýni. Það eru leikmenn hjá mér Kári, Ingvar og Sölvi sem eru ekki vanir að spila einsog við erum að gera en þeir elska þessa fræði og eru hugaðir að spila og gera mistök. Ingvar er búinn að vera flottur og verður ennþá betri hann er búinn að verja vel og spila boltanum vel.” Mótið er þétt spilað núna og er Arnar alveg sammála því að liðið þarf á stigi að halda, hann vildi helst fá 1-0 sigur með sprelli marki það myndi gera helling fyrir hans lið. Við erum úr leik í öllum barráttum og verðum við að fá liðið til að gíra sig í restina af mótinu þar sem það yrði gráttlegt að missa móðinn og verða ósýnilegir í endan af tímabilinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Arnar Gunnlaugs staðfesti að Óttar Magnús væri á leið til Feneyja Arnar Gunnlaugsson staðfesti að Óttar Magnús Karlsson færi til Venezia í ítölsku B-deildinni áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 5. október. 17. september 2020 18:15 Leik lokið: FH - Víkingur R. 1-0 | Hjörtur Logi óvænt hetja FH Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Víking Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. 17. september 2020 18:35 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Arnar Gunnlaugs staðfesti að Óttar Magnús væri á leið til Feneyja Arnar Gunnlaugsson staðfesti að Óttar Magnús Karlsson færi til Venezia í ítölsku B-deildinni áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar þann 5. október. 17. september 2020 18:15
Leik lokið: FH - Víkingur R. 1-0 | Hjörtur Logi óvænt hetja FH Vinstri bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-ingum 1-0 sigur á Víking Reykjavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu í dag. 17. september 2020 18:35