Íslenski boltinn

Arnar Gunn­laugs stað­festi að Óttar Magnús væri á leið til Fen­eyja

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óttar Magnús er á leið til Feneyja eftir mánaðarmót.
Óttar Magnús er á leið til Feneyja eftir mánaðarmót. Vísir/Bára

Fyrr í dag gaf fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason það út í hlapvarpi sínu Dr. Football að Óttar Magnús Karlsson - framherji Víkings í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu - væri á leið til Venezia í ítölsku B-deildinni.

Arnar Gunnlaugsson var spurður út í ummælin fyrir leik FH og Víkings í Pepsi Max deildinni sem nú er í gangi. Andri Már Eggertsson fjallar um leikinn fyrir Vísi og spurði Arnar í viðtali fyrir leik hvort þetta væri staðfest.

„Ég held að allt sé klappað og klárt milli liðanna,“ sagði Arnar við Andra Má. Svar Arnars má sjá í spilaranum hér að neðan en Óttar Magnús mun leika með Víkingum þangað til hann heldur út.

Það er áfall fyrir Víkinga að missa Óttar sem hefur verið þeirra besti maður í sumar. Óttar hefur skorað níu mörk í 12 leikjum í sumar og ljóst að aðrir leikmenn liðsins þurfa nú að stíga upp er kemur að markaskorun.

Klippa: Arnar staðfestir að Óttar sé á förum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×