Erlent

Sally olli miklum flóðum

Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Íbúi Pensacola tekur myndir af ástandinu þar.
Íbúi Pensacola tekur myndir af ástandinu þar. AP/Gerald Herbert

Hitabeltisstormurinn Sally hefur orsakað rafmagnsleysi hjá hálfri milljón Bandaríkjamanna en óveðrinu hafa fylgt gríðarlegar rigningar og flóð. Sally skall á ríkjunum við Mexíkóflóa í gær og var þá annars stigs fellibylur en fljótlega dró úr krafti hans og telst hann nú hitabeltisstormur.

Hann heldur þó hægri yfirferð sinni áfram um Flórída og Alabama með tilheyrandi tjóni fyrir íbúa. Einn lést í ofsaveðrinu og hundruðum þurfti að bjarga af flóðasvæðum.

Einna verst var ástandið í Pensacola í Flórída en í borginni rigndi á einum sólarhring eins og venjulega rignir á fjögurra mánaða tímabili.

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur varað íbúa á flóðasvæðum við því að vera á varðbergi. Útlit sé fyrir að mikil rigning sem fylgir Sally muni valda flóðum inn með landi, sem muni mögulega einnig hafa áhrif með ströndinni.

Sjávarflóðin hafi í raun verið fyrsta bylgjan og von sé á fleirum.


Tengdar fréttir

Fellibylurinn Sally nálgast suðurströnd Bandaríkjanna

Fellibylurinn Sally nálgast nú suðurströnd Bandaríkjanna óðfluga. Talið er að óveðrið muni skella á nokkur ríkja suðurhluta Bandaríkjanna, þar á meðal Flórída, Mississippi og Alabama.

Búa sig undir annan fellibyl

Bandaríkjamenn sem búa við Mexíkóflóa undirbúa sig nú fyrir enn einn fellibylinn sem talið er að muni ná landi á morgun. Sally er nú skilgreind sem óveður en hún er á Mexíkóflóa að safna krafti fyrir ferðina inn á land og er áætlað að Sally nái fellibylsstyrk í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.