Íslandsvinirnir koma til greina sem Gulldrengur Evrópu 2020 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2020 11:30 Íslandsheimsókn Phils Foden og Masons Greenwood fyrr í þessum mánuði var eftirminnileg fyrir margra hluta sakir. GETTY/MIKE EGERTON Ensku landsliðsmennrnir Mason Greenwood og Phil Foden eru meðal þeirra 40 sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu. Þessi verðlaun eru veitt þeim unga leikmanni sem hefur leikið best á hverju almanaksári. Miðað er við leikmenn sem eru 21 árs og yngri. Greenwood og Foden léku sinn fyrsta A-landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni um þarsíðustu helgi. Þeir komu sér svo í mikið klandur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leikinn. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur og var í kjölfarið sparkað út úr enska landsliðshópnum. Erling Håland þykir hvað líklegastur til að verða valinn Gulldrengur Evrópu en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á árinu og þá skoraði hann sín fyrstu mörk fyrir norska A-landsliðið fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra leikmanna sem eru tilnefndir til þessara verðlauna má nefna Alphonso Davies, Jadon Sancho og Ansu Fati. Davies var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem vann þrefalt, Sancho hélt áfram að gera góða hluti með Dortmund og er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og Fati, sem leikur með Barcelona, varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir spænska A-landsliðið. Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu má sjá hér fyrir neðan. The full list of the 40 Golden Boy 2020 finalists! Who wins it for you? pic.twitter.com/sfuxFNONCt— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2020 Meðal leikmanna sem hafa unnið til þessara verðlauna, sem voru fyrst veitt 2003, eru Lionel Messi, Sergio Agüero, Wayne Rooney, Raheem Sterling, Paul Pogba og Kylian Mbappé. Portúgalinn Joao Félix var valinn Gulldrengur Evrópu í fyrra. Fótbolti Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Ensku landsliðsmennrnir Mason Greenwood og Phil Foden eru meðal þeirra 40 sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu. Þessi verðlaun eru veitt þeim unga leikmanni sem hefur leikið best á hverju almanaksári. Miðað er við leikmenn sem eru 21 árs og yngri. Greenwood og Foden léku sinn fyrsta A-landsleik þegar England sigraði Ísland, 0-1, í Þjóðadeildinni um þarsíðustu helgi. Þeir komu sér svo í mikið klandur þegar þeir buðu tveimur íslenskum stelpum upp á hótel til sín eftir leikinn. Með því brutu þeir sóttvarnarreglur og var í kjölfarið sparkað út úr enska landsliðshópnum. Erling Håland þykir hvað líklegastur til að verða valinn Gulldrengur Evrópu en hann hefur raðað inn mörkum fyrir Borussia Dortmund á árinu og þá skoraði hann sín fyrstu mörk fyrir norska A-landsliðið fyrr í þessum mánuði. Meðal annarra leikmanna sem eru tilnefndir til þessara verðlauna má nefna Alphonso Davies, Jadon Sancho og Ansu Fati. Davies var í lykilhlutverki hjá Bayern München sem vann þrefalt, Sancho hélt áfram að gera góða hluti með Dortmund og er einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu og Fati, sem leikur með Barcelona, varð á dögunum yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir spænska A-landsliðið. Listann yfir þá leikmenn sem eru tilnefndir sem Gulldrengur Evrópu má sjá hér fyrir neðan. The full list of the 40 Golden Boy 2020 finalists! Who wins it for you? pic.twitter.com/sfuxFNONCt— Footy Accumulators (@FootyAccums) September 16, 2020 Meðal leikmanna sem hafa unnið til þessara verðlauna, sem voru fyrst veitt 2003, eru Lionel Messi, Sergio Agüero, Wayne Rooney, Raheem Sterling, Paul Pogba og Kylian Mbappé. Portúgalinn Joao Félix var valinn Gulldrengur Evrópu í fyrra.
Fótbolti Enski boltinn Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira