Enski boltinn

Vildi fá viðtal á Arsenal síðunni áður en hann yfirgæfi félagið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emiliano Martinez er nýr markvörður Aston Villa.
Emiliano Martinez er nýr markvörður Aston Villa. Mynd/Aston Villa

Aston Villa hefur gengið frá kaupunum á Emiliano Martinez frá Arsenal en Mikel Arteta ákvað að veðja ekki á hetju ensku bikarmeistaranna í sumar.

Aston Villa borgar tuttugu milljónir punda fyrir Emiliano Martinez sem hefur verið hjá Arsenal síðan 2012 en fékk ekki sitt fyrsta alvöru tækifæri fyrr en í sumar.

Emiliano Martinez átti marga flotta leiki í sumar og hjálpaði Arsenal bæði að vinna enska bikarinn sem og Samfélagsskjöldinn. Þrátt fyrir hetjulega frammistöðu sína þá ákvað knattspyrnustjórinn Mikel Arteta að Bernd Leno yrði áfram aðalmarkvörður liðsins.

Emiliano Martinez er nú 28 ára gamall en hann kom til Arsenal frá Argentínu þegar hann var bara tvítugur. Hann hafði farið sex sinnum á láni frá Arsenal á þessum átta árum.

Emiliano Martinez skrifar undir fimm ára samning hjá Aston Villa.

Áður en Emiliano Martinez yfirgaf Arsenal þá vildi hann fá viðtal á miðlum félagsins og tækifæri til að kveðja stuðningsmennina.

Viðtalið við Emiliano Martinez má sjá hér fyrir neðan en þar segir hann frá ást sinni á Arsenal og þakklæti fyrir tíma sinn þar þrátt fyrir fá tækifæri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.