Íslenski boltinn

Sjáðu mörkin úr nýliðaslagnum á Nesinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pétur Theodór Árnason skoraði fyrra mark Gróttu gegn Fjölni.
Pétur Theodór Árnason skoraði fyrra mark Gróttu gegn Fjölni. vísir/hag

Sextándu umferð Pepsi Max-deildar karla lauk í gær með leik nýliða Gróttu og Fjölnis á Vivaldi-vellinum á Seltjarnarnesi. Leikar fóru 2-2.

Jafnteflið gerir ekki mikið fyrir liðin sem eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Grótta er með sjö stig og Fjölnir fimm en liðið í 10. sæti, KA, er með fjórtán stig.

Orri Þórhallsson kom gestunum úr Grafarvogi yfir á 21. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik, Fjölni í vil.

Á 64. mínútu jafnaði Pétur Theodór Árnason með skalla eftir hornspyrnu Óskars Jónssonar. Fjölnir tók miðju, Peter Zachan sendi boltann inn fyrir vörn Gróttu á Jón Gísla Ström, Hákon Rafn Valdimarsson felldi hann og Sigurður Hjörtur Þrastarson dæmdi vítaspyrnu sem Jóhann Árni Gunnarsson skoraði úr.

Það dugði þó Fjölni ekki til að vinna fyrsta sigurinn í sumar því Tobias Sörensen jafnaði með skalla eftir hornspyrnu Kristófers Orra Péturssonar þegar fjórar mínútur voru til leiksloka. Þetta var fyrsti leikur Sörensens fyrir Gróttu.

Mörkin úr leiknum á Seltjarnarnesi í gær má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Grótta 2-2 Fjölnir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×