Glazer fjölskyldan hefur tekið fimmtán milljarða út úr Man. United á fimm árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. september 2020 12:30 Bræðurnir Avram Glazer og Joel Glazer, eigendur Manchester United, taka mynd af sér með knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær. Getty/ Xavier Bonilla Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020 Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira
Það er óvissuástand í heiminum enda erum við stödd í miðjum heimsfaraldri. Það reynir á ensku úrvalsdeildarfélögin eins og önnur íþróttafélög þegar innkoman hrynur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni verður opinn fram í október en flest lið fyrir utan Chelsea hafa verið róleg á markaðnum til þessa. Liverpool er dæmi um félag sem vill ekki eyða miklum peningum í núverandi ástandi en Chelsea hefur aftur á móti keypt leikmenn fyrir meira en tvö hundruð milljónir punda. Þarna er mikill munur á. Flest félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki efni á að setja mikinn pening í nýja leikmenn án þess að setja reksturinn í uppnám. Það eru aftur á móti nokkur félög sem njóta góðs af því að eiga ríka eigendur. Chelsea: £440 million Liverpool: £75 million Arsenal: £0 Man Utd: -£89 million Yes, Man Utd have PAID their owners £89 million in the last five years Posted by GiveMeSport on Mánudagur, 14. september 2020 En hversu miklum pening eru þessir eigendur tilbúnir að dæla inn í félögin? Swiss Ramble tók það saman hversu stórum fjárhæðum eigendur ensku úrvalsdeildarfélaganna hafa verið tilbúnir að setja inn í sitt félag. Þar kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Roman Abramovich er í sérflokki meðal eigandanna þegar kemur að því að dæla pening inn í fótboltafélagið og það sést vel á þessari úttekt. Það er kannski ekkert skrítið að Chelsea sé tilbúið að eyða öllum þessum milljónum punda. Roman Abramovich hefur sett 440 milljónir punda inn í Chelsea á síðustu fimm árum sem er miklu meira en allir aðrir eigendur. Næstur kemur eigandi Everton með 229 milljónir punda og þá eigandi Aston Villa með 193 milljónir. Það athyglisverðasta við samantektina er þó félögin á hinum enda listans. Þar eru eigendurnir ekki að láta félagið hafa pening heldur að taka peninginn út. Newcastle hefur borgað Mike Ashley átján milljónir punda á síðustu fimm árum og Daniel Levy hefur fengið 40 milljónir punda frá Tottenham. Það er hins vegar eitt félag í sérflokki. Manchester United hefur nefnilega borgað Glazers fjölskyldunni 89 milljónir punda á síðustu fimm árum en áð eru meira en fimmtán og hálfur milljarður íslenskra króna. #MUFC have paid £209m in last 5 years to fund Glazers ownership structure: £120m interest plus £89m dividends. In fact, in last 10 years they spent an extraordinary £838m on financing: £488m interest, £251m debt repayments & £99m dividends. Took out £140m loan since year-end. pic.twitter.com/iUpefK70IX— Swiss Ramble (@SwissRamble) September 14, 2020
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Fleiri fréttir Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Sjá meira