Enski boltinn

Fjórir smitaðir í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Boltinn sótthreinsaður fyrir leik West Ham United og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Boltinn sótthreinsaður fyrir leik West Ham United og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Getty/Michael Regan

Ensku úrvalsdeildarfélögunum hefur ekki tekist að halda kórónuveirunni alveg í burtu frá sínu fólki en smitin eru fá. Það voru aðeins 0,2 prósent sem voru jákvæðir í síðustu viku. Fjórir greindust með kórónuveiruna í nýjustu prófunum í ensku úrvalsdeildinni.

Enska úrvalsdeildin prófaði alls 2131 leikmenn og starfsfólk í þessari hrinu frá mánudeginum 7. september til sunnudagsins 13. september.

Þeir fjórir sem voru jákvæðir eru komnir í einangrun og verða að vera í henni í tíu daga.

Enska úrvalsdeildin mun ekki gefa það upp hvaða einstaklinga eru um að ræða eða hjá hvaða félögum þeir eru. Það er því ekki vitað um skiptinguna á milli leikmanna og starfsmanna í þessum jákvæðum sýnum.

Nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni hófst 12. september.

Síðasta tímabil endaði ekki fyrr en í lok júlí eftir að gera þurfti þriggja mánaða hlé á deildinni vegna kórónuveirufaraldursins. Allir leikir síðan í júní hafa spilaði fyrir luktum dyrum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.