Lúkasjenkó sló milljarða lán hjá Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2020 16:32 Vel fór á með þeim Lúkasjenkó (t.v.) og Pútín (t.h.) þegar þeir hittust í Sotsjí við Svartahaf í dag. Vísir/EPA Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. Hvatti Pútín Hvítrússa til þess að finna „sameiginlega lausn“ á ófriðinum sem hefur ríkt eftir umdeildar forsetakosningar í síðasta mánuði. Fundur Pútín og Lúkasjenkó í dag er sá fyrsti frá því að fjöldamótmæli gegn stjórn þess síðarnefnda í Hvíta-Rússlandi hófust í ágúst. Ásakanir eru um að stuðningsmenn Lúkasjenkó hafi framið víðtæk kosningasvik sem skýri opinber úrslit sem gáfu forsetanum afgerandi sigur. Pútín, sem viðurkennir Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta, hefur ítrekað boðið fram „aðstoð“ Rússlands við að kveða niður mótmælaölduna. Hann lofaði Lúkasjenkó láni að jafnvirði rúmra 200 milljarða íslenskra króna þegar þeir funduðu í Sotsjí við Svartahaf í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði Lúkasjenkó gestgjafa sínum fyrir stuðninginn í kjölfar kosninganna. Fyrir honum er sagt vaka með fundinum að sýna löndum sínum að Pútín fylgist grannt með gangi mála í Hvíta-Rússlandi og sé tilbúinn að senda inn öryggissveitir sínar. Svetlana Tihanovskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, harmar að Pútín forseti fundi með „einræðisherra.“ Lúkasjenkó hefur verið við völd í 26 ár og er gjarnan kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“. Varaði Tihanovskaja við því að ekkert sem þeir Pútín og Lúkasjenkó undirrituðu hefði lagalegt gildi. „Samkomulag sem sá ólögmæti Lúkasjenkó skrifar undir verður endurskoðað af nýrri ríkisstjórn vegna þess að hvítrússneska þjóðin treysti Lúkasjenkó ekki lengur og studdi hann ekki í kosningunum. Ég harma að þú hafi ákveðið að ræða málin við einræðisherra frekar en hvítrússnesku þjóðina,“ sagði Tikhanovskaja sem er í útlegð í Litháen og beindi orðum sínum til Pútín. Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36 Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hét því að lána Hvíta-Rússlandi 1,5 milljarða dollara í lán þegar þeir Alexander Lúkasjenkó starfsbróðir hans hittust við Svartahaf í dag. Hvatti Pútín Hvítrússa til þess að finna „sameiginlega lausn“ á ófriðinum sem hefur ríkt eftir umdeildar forsetakosningar í síðasta mánuði. Fundur Pútín og Lúkasjenkó í dag er sá fyrsti frá því að fjöldamótmæli gegn stjórn þess síðarnefnda í Hvíta-Rússlandi hófust í ágúst. Ásakanir eru um að stuðningsmenn Lúkasjenkó hafi framið víðtæk kosningasvik sem skýri opinber úrslit sem gáfu forsetanum afgerandi sigur. Pútín, sem viðurkennir Lúkasjenkó sem réttkjörinn forseta, hefur ítrekað boðið fram „aðstoð“ Rússlands við að kveða niður mótmælaölduna. Hann lofaði Lúkasjenkó láni að jafnvirði rúmra 200 milljarða íslenskra króna þegar þeir funduðu í Sotsjí við Svartahaf í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þakkaði Lúkasjenkó gestgjafa sínum fyrir stuðninginn í kjölfar kosninganna. Fyrir honum er sagt vaka með fundinum að sýna löndum sínum að Pútín fylgist grannt með gangi mála í Hvíta-Rússlandi og sé tilbúinn að senda inn öryggissveitir sínar. Svetlana Tihanovskaja, leiðtogi hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar, harmar að Pútín forseti fundi með „einræðisherra.“ Lúkasjenkó hefur verið við völd í 26 ár og er gjarnan kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu“. Varaði Tihanovskaja við því að ekkert sem þeir Pútín og Lúkasjenkó undirrituðu hefði lagalegt gildi. „Samkomulag sem sá ólögmæti Lúkasjenkó skrifar undir verður endurskoðað af nýrri ríkisstjórn vegna þess að hvítrússneska þjóðin treysti Lúkasjenkó ekki lengur og studdi hann ekki í kosningunum. Ég harma að þú hafi ákveðið að ræða málin við einræðisherra frekar en hvítrússnesku þjóðina,“ sagði Tikhanovskaja sem er í útlegð í Litháen og beindi orðum sínum til Pútín.
Hvíta-Rússland Rússland Tengdar fréttir Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36 Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Flýgur til Sotsjí til fundar við Pútín Verður þetta fyrsti fundur þeirra Alexanders Lúkasjenkó og Vladimírs Pútín, augliti til auglitis, frá því að mótmælaaldan braust út í Hvíta-Rússlandi eftir hina umdeildu forsetakosningar í síðasta mánuði. 14. september 2020 09:36
Hátt í fimmtíu mótmælendur handteknir Þúsundir mótmælenda höfðu safnast saman og kröfðust þeir þess að Maria Kolesnikova yrði látin laus úr haldi. 12. september 2020 20:11