Þungamiðja faraldursins að færast til Indlands Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2020 23:36 Ráðamenn á Indlandi segja umfangsmikla skimun útskýra mikla fjölgun smitaðra þar í landi. Tiltölulega lág dánartíðni virðist styðja það. EPA/JAGADEESH NV Minnst 900 hundruð þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. Tæplega 28 milljónir hafa smitast. Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali um 5.600 manns dáið á degi hverjum á heimsvísu. Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Svo virðist sem þungamiðja heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar sé að færast til Indlands, næst fjölmennasta ríkis heims. Í heildina hafa 4,4 milljónir greinst smitaðir á Indlandi og tæplega 74 þúsund hafa dáið. Vitað er að 6,4 milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum og rúmlega 190 þúsund hafa dáið. Í Brasilíu hafa 4,2 milljónir smitast og 127 þúsund dáið. Þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra á Indlandi er verið að draga úr ferðatakmörkunum og voru barir til að mynda opnaðir í dag. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst smitaðir á dag og rúmlega þúsund manns hafa dáið á hverjum degi í tvær vikur, samkvæmt samantekt Reuters. Dánarhlutfallið á Indlandi virðist vera um eitt prósent en í Bandaríkjunum og Brasilíu virðist það um þrjú prósent, sem er í takt við meðaltalið. Ráðamenn á Indlandi segja mikla fjölgun smitaðra þar í landi vera til marks um verulega umfangsmikla skimun fyrir kórónuveirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16 „Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09 Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44 Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Minnst 900 hundruð þúsund manns hafa nú dáið vegna Covid-19, svo vitað sé. Tæplega 28 milljónir hafa smitast. Síðustu tvær vikur hafa að meðaltali um 5.600 manns dáið á degi hverjum á heimsvísu. Smituðum fer hratt fjölgandi á Indlandi. Þar greindust 97.399 nýsmitaðir á milli daga og hefur fjöldinn aldrei verið meiri. Svo virðist sem þungamiðja heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar sé að færast til Indlands, næst fjölmennasta ríkis heims. Í heildina hafa 4,4 milljónir greinst smitaðir á Indlandi og tæplega 74 þúsund hafa dáið. Vitað er að 6,4 milljónir hafa smitast í Bandaríkjunum og rúmlega 190 þúsund hafa dáið. Í Brasilíu hafa 4,2 milljónir smitast og 127 þúsund dáið. Þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra á Indlandi er verið að draga úr ferðatakmörkunum og voru barir til að mynda opnaðir í dag. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst smitaðir á dag og rúmlega þúsund manns hafa dáið á hverjum degi í tvær vikur, samkvæmt samantekt Reuters. Dánarhlutfallið á Indlandi virðist vera um eitt prósent en í Bandaríkjunum og Brasilíu virðist það um þrjú prósent, sem er í takt við meðaltalið. Ráðamenn á Indlandi segja mikla fjölgun smitaðra þar í landi vera til marks um verulega umfangsmikla skimun fyrir kórónuveirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Indland Tengdar fréttir Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16 „Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09 Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44 Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24 WHO býst ekki við bóluefni fyrr en á næsta ári 4. september 2020 15:04 Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Frakkar þurfa að taka erfiðar ákvarðanir Yfirvöld í Frakklandi tilkynntu í dag að 8.577 hefðu greinst smitaðir af Covid-19 á milli daga. Það er næst mesti fjöldinn sem greinst hefur frá því heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hófst en vísindaráð landsins hefur ráðlagt ríkisstjórn Emmanuel Macron að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða og taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir sem fyrst. 9. september 2020 18:16
„Við höfum ekki hugmynd um hvaðan besta bóluefnið mun koma“ Enginn getur vitað fyrir víst hvaðan fyrsta örugga og áhrifaríka bóluefni gegn kórónuveirunni mun koma. Þetta segir Jeremy Farrar, einn helsti sérfræðingur Breta í smitsjúkdómum. 9. september 2020 17:09
Prófunum á Oxford-bóluefni frestað vegna aukaverkana Lyfjarisinn AstraZeneca hefur nú frestað tímabundið lokaprófunum á bóluefni fyrir kórónuveirunni. 9. september 2020 06:44
Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. 8. september 2020 07:24
Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. 3. september 2020 23:00