Vara við því að veiran sé orðin stjórnlaus í Bretlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. september 2020 07:24 Nýsmituðum fjölgar ört í Bretlandi þessa dagana. Vísir/getty Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. John Edmunds, prófessor sem á sæti í neyðarráði ríkisins, segir að veiran sé nú í veldisvexti í landinu. Edmunds hefur áður sagt að bresk stjórnvöld hefðu átt að innleiða landlægar veirutakmarkanir fyrr í faraldrinum. „Við sjáum að faraldurinn er að komast á flug aftur. Þannig að ég held að við höfum ekki náð þeim góða áfanga að ná tökum á faraldrinum og leyfa efnahagslífinu að komast aftur í eðlilegt horf,“ segir Edmunds. Annar prófessor, Jonathan van Tam, segir að Bretar hafi slakað alltof mikið á sóttvörnum sínum og að fólk verði að fara að taka veiruna alvarlega að nýju. Tam benti á að enn væru fáir lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar og dauðsföll sömuleiðis hlutfallslega fá. En hafa þyrfti varann á. Unga fólkið, sem nú er meirihluti smitaðra, þyrfti að vera meðvitað um að það gæti smitað mjög út frá sér. Staðfest voru 2988 smit í Bretlandi í gær og á sunnudag var svipað uppi á teningnum. Staðfest nýsmit í landinu hafa ekki verið svo mörg á einum degi síðan í lok maí. Hertar veirutaðgerðir tóku gildi víða á Bretlandseyjum nú eftir helgi. Takmarkanir á heimsóknum tóku gildi í Skotlandi og útgöngubanni verður komið á í borgarsýslunni Caerphilly í Wales síðdegis í dag. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Bretar séu búnir að missa tökin á faraldrinum Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað mjög í Bretlandi síðustu daga. 6. september 2020 23:53 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Tveir vísindaráðgjafar bresku ríkistjórnarinnar hafa nú stigið fram og varað við því að kórónuveiran sé að verða stjórnlaus á Bretlandseyjum. John Edmunds, prófessor sem á sæti í neyðarráði ríkisins, segir að veiran sé nú í veldisvexti í landinu. Edmunds hefur áður sagt að bresk stjórnvöld hefðu átt að innleiða landlægar veirutakmarkanir fyrr í faraldrinum. „Við sjáum að faraldurinn er að komast á flug aftur. Þannig að ég held að við höfum ekki náð þeim góða áfanga að ná tökum á faraldrinum og leyfa efnahagslífinu að komast aftur í eðlilegt horf,“ segir Edmunds. Annar prófessor, Jonathan van Tam, segir að Bretar hafi slakað alltof mikið á sóttvörnum sínum og að fólk verði að fara að taka veiruna alvarlega að nýju. Tam benti á að enn væru fáir lagðir inn á sjúkrahús vegna veirunnar og dauðsföll sömuleiðis hlutfallslega fá. En hafa þyrfti varann á. Unga fólkið, sem nú er meirihluti smitaðra, þyrfti að vera meðvitað um að það gæti smitað mjög út frá sér. Staðfest voru 2988 smit í Bretlandi í gær og á sunnudag var svipað uppi á teningnum. Staðfest nýsmit í landinu hafa ekki verið svo mörg á einum degi síðan í lok maí. Hertar veirutaðgerðir tóku gildi víða á Bretlandseyjum nú eftir helgi. Takmarkanir á heimsóknum tóku gildi í Skotlandi og útgöngubanni verður komið á í borgarsýslunni Caerphilly í Wales síðdegis í dag.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Bretar séu búnir að missa tökin á faraldrinum Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað mjög í Bretlandi síðustu daga. 6. september 2020 23:53 Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Sjá meira
Óttast að Bretar séu búnir að missa tökin á faraldrinum Nýsmituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað mjög í Bretlandi síðustu daga. 6. september 2020 23:53
Sextán smitaðir eftir flug fullt af „sjálfselskum kóvitum“ Sextán farþegar úr flugi breska flugfélagsins TUI milli Bretlands og Grikklands í síðustu viku hafa greinst með kórónuveiruna. 31. ágúst 2020 12:29