Ísrael og furstadæmin ná sögulegu samkomulagi Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 16:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, opinberaði tilvist samkomulagsins í dag. Við hlið hans standa David Friedman, sendiherra Bandaríkjanna í Ísrael, og Jared Kushner, tengdasonur Trump og ráðgjafi hans. AP/Andrew Harnik Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Ríkisstjórn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, miðlaði málum á milli ríkjanna tveggja sem hafa eldað grátt silfur sín á milli um árabil, opinberlega. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Furstadæmin verða nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem hefur hefðbundin samskipti við Ísrael. Trump, sem opinberaði samkomulagið í dag, sagði það fela í sér að Ísraelar hætta við að innlima tiltekin svæði. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar segja að þar sé um að ræða svæði á Vesturbakkanum. Samkomulagið var innsiglað í símtali á milli Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump sagði einnig að þeir þrír myndu koma saman í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið. Joint Statement of the United States, the State of Israel, and the United Arab Emirates pic.twitter.com/oVyjLxf0jd— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2020 Á blaðamannafundi í dag sagði Trump að viðræður ríkjanna hefðu verið erfiðar á köflum. Hann sagði einnig að sambærilegar viðræður við önnur ríki á svæðinu stæðu yfir. Ap fréttaveitan segir samkomulagið hafa fengið blendnar móttökur í Palestínu. Palestínumenn hafa lengi treyst á stuðning Arabaríkja og Hanan Ashrawi, háttsettur embættismaður í Palestínu, skrifaði á Twitter að verið væri að verðlauna Ísrael fyrir ólöglegt athæfi þeirra í Palestínu. Hamassamtökin, sem stjórna Gasa, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að með samkomulaginu séu furstadæmin að stinga Palestínumenn í bakið. Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Palestína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira
Ríkisstjórnir Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafa náð sögulegu samkomulagi um að bæta samband ríkjanna og koma á formlegum samskiptum þeirra á milli. Ríkisstjórn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, miðlaði málum á milli ríkjanna tveggja sem hafa eldað grátt silfur sín á milli um árabil, opinberlega. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Furstadæmin verða nú þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa, sem hefur hefðbundin samskipti við Ísrael. Trump, sem opinberaði samkomulagið í dag, sagði það fela í sér að Ísraelar hætta við að innlima tiltekin svæði. Heimildarmenn Reuters fréttaveitunnar segja að þar sé um að ræða svæði á Vesturbakkanum. Samkomulagið var innsiglað í símtali á milli Trump, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Mohammed Bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Trump sagði einnig að þeir þrír myndu koma saman í Hvíta húsinu á næstu vikum og skrifa undir samkomulagið. Joint Statement of the United States, the State of Israel, and the United Arab Emirates pic.twitter.com/oVyjLxf0jd— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 13, 2020 Á blaðamannafundi í dag sagði Trump að viðræður ríkjanna hefðu verið erfiðar á köflum. Hann sagði einnig að sambærilegar viðræður við önnur ríki á svæðinu stæðu yfir. Ap fréttaveitan segir samkomulagið hafa fengið blendnar móttökur í Palestínu. Palestínumenn hafa lengi treyst á stuðning Arabaríkja og Hanan Ashrawi, háttsettur embættismaður í Palestínu, skrifaði á Twitter að verið væri að verðlauna Ísrael fyrir ólöglegt athæfi þeirra í Palestínu. Hamassamtökin, sem stjórna Gasa, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að með samkomulaginu séu furstadæmin að stinga Palestínumenn í bakið.
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Palestína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Sjá meira