Hertar aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru taka gildi í Danmörku á morgun. Fjöldamörk samkomubanns munu þá miðast við 50 manns í stað hundrað áður. Þá má ekki hafa bari og veitingastaði opna lengur en til miðnættis en áður mátti hafa opið til tvö.
Aðgerðirnar miðast við átján fjölmenn svæði í landinu, þar á meðal Kaupmannahöfn og Óðinsvé.
Nýsmituðum af veirunni hefur fjölgað í Danmörku síðustu daga, sérstaklega meðal ungs fólks. Fram kemur í frétt DR að m.a. hafi verið gripið hertra aðgerða eftir að þrjátíu manns smituðust í tengslum við eina afmælisveislu.