Erlent

Hertar veiruaðgerðir í Danmörku

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hertu aðgerðirnar taka m.a. gildi í Kaupmannahöfn.
Hertu aðgerðirnar taka m.a. gildi í Kaupmannahöfn. Vísir/getty

Hertar aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru taka gildi í Danmörku á morgun. Fjöldamörk samkomubanns munu þá miðast við 50 manns í stað hundrað áður. Þá má ekki hafa bari og veitingastaði opna lengur en til miðnættis en áður mátti hafa opið til tvö.

Aðgerðirnar miðast við átján fjölmenn svæði í landinu, þar á meðal Kaupmannahöfn og Óðinsvé.

Nýsmituðum af veirunni hefur fjölgað í Danmörku síðustu daga, sérstaklega meðal ungs fólks. Fram kemur í frétt DR að m.a. hafi verið gripið hertra aðgerða eftir að þrjátíu manns smituðust í tengslum við eina afmælisveislu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×