Fótbolti

Sjáðu uppgjörsþáttinn um leikinn gegn Englandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raheem Sterling, hetja Englendinga, með Jón Dag Þorsteinsson á hælunum.
Raheem Sterling, hetja Englendinga, með Jón Dag Þorsteinsson á hælunum. vísir/Daníel

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði á grátlegan hátt fyrir Englandi, 0-1, í fyrsta leik sínum í Þjóðadeildinni.

Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar ein mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Skömmu síðar fékk Ísland víti en Birkir Bjarnason hitti ekki markið.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Að honum loknum fór Kjartan Atli Kjartansson yfir frammistöðu Íslands með Reyni Leóssyni og Atla Viðari Björnssyni.

Þáttinn má sjá hér fyrir neðan en þar má einnig finna viðtöl við leikmenn og þjálfara. 

Klippa: Uppgjörsþáttur eftir leik Íslands og Englands

Tengdar fréttir

Hörður Björgvin: Ánægður hvernig við spiluðum allir sem heild

Ísland tapaði með svekkjandi hætti fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag. Lokatölur 0-1 þar sem England skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason klúðraði síðan víti fyrir Ísland á lokamínútu uppbótartímans.

Foden: Þetta var ekki auðvelt

Phil Foden lék sinn fyrsta landsleik fyrir enska A-landsliðið í 1-0 sigrinum á Íslandi í kvöld.

Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag.

Sjáðu rauða spjaldið hjá Kyle Walker

Kyle Walker fór snemma í sturtu í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni og skildi liðsfélaga sína eftir tíu á móti ellefu.

Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri

Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×