Fótbolti

Kári: Hann getur ekki fjarlægt hendurnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári Árnason var með góðar gætur á Harry Kane í leiknum í dag. Hér kljást fyrirliðarnir.
Kári Árnason var með góðar gætur á Harry Kane í leiknum í dag. Hér kljást fyrirliðarnir. vísir/hulda margrét

Kári Árnason var ósáttur við vítaspyrnuna sem félagi hans í miðri vörn Íslands, Sverrir Ingi Ingason, fékk á sig í 0-1 tapinu fyrir Englandi í Þjóðadeildinni í dag.

Raheem Sterling skoraði sigurmark Englendinga úr vítaspyrnunni. Íslendingar fengu tækifæri til að jafna skömmu síðar en Birkir Bjarnason skaut yfir úr víti.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi að tapa á einhverju sem var algjörlega löglegt. Sverrir var með höndina fyrir andlitinu,“ sagði Kári á blaðamannafundi eftir leikinn í dag.

„Boltinn fór vissulega í olnbogann á honum en hann getur ekki fjarlægt hendurnar. Þetta er grátlegt,“ bætti Víkingurinn við.

Kári var fyrirliði íslenska liðsins í dag og lék afar vel í sínum 84. landsleik.


Tengdar fréttir

Hörður Björgvin: Ánægður hvernig við spiluðum allir sem heild

Ísland tapaði með svekkjandi hætti fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag. Lokatölur 0-1 þar sem England skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason klúðraði síðan víti fyrir Ísland á lokamínútu uppbótartímans.

Foden: Þetta var ekki auðvelt

Phil Foden lék sinn fyrsta landsleik fyrir enska A-landsliðið í 1-0 sigrinum á Íslandi í kvöld.

Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag.

Sjáðu rauða spjaldið hjá Kyle Walker

Kyle Walker fór snemma í sturtu í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni og skildi liðsfélaga sína eftir tíu á móti ellefu.

Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri

Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×