Fótbolti

Kári: Ekkert per­sónu­legt og ekkert stór­mál

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kári tekur á Harry Kane í kvöld.
Kári tekur á Harry Kane í kvöld. vísir/getty

Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið.

Kári er elsti og einn af reyndari mönnum liðsins og það vakti athygli í dag þegar hann lét Arnór Ingva Traustason samherja sinn heyra það duglega í síðari hálfleiknum.

Með enga áhorfendur á vellinum heyrist ýmislegt af því sem fram fer og Kári var spurður út í þetta atvik á blaðamannnafundi íslenska liðsins eftir leikinn í dag.

„Eitthvað sem gerðist í hita leiksins, skiptir engu máli. Þetta er eitthvað sem gerist í hverjum einasta leik,“ sagði miðvörðurinn reyndi sem lét vel heyra í sér á vellinum í dag.

„Stundum þarf maður að láta heyra í sér ef maður er ekki ánægður með eitthvað. Þetta er bara innan liðsins, ekkert persónulegt, ekkert stórmál og bara eitthvað sem gerðist,“ bætti Kári við.

Kári verður ekki með íslenska liðinu í leiknum gegn Belgíu á þriðjudag þar sem hann hefði þurft að fara í sóttkví við heimkomu og hefði því misst af æfingu og leik með félagsliði sínu Víkingi.


Tengdar fréttir

Hörður Björgvin: Ánægður hvernig við spiluðum allir sem heild

Ísland tapaði með svekkjandi hætti fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag. Lokatölur 0-1 þar sem England skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason klúðraði síðan víti fyrir Ísland á lokamínútu uppbótartímans.

Foden: Þetta var ekki auðvelt

Phil Foden lék sinn fyrsta landsleik fyrir enska A-landsliðið í 1-0 sigrinum á Íslandi í kvöld.

Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum

Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag.

Umfjöllun: Ísland 0-1 England | Strákarnir misstu af góðu tækifæri

Baráttuglatt lið Íslands tapaði með sárgrætilegum hætti gegn Englandi, 1-0, með marki Raheem Sterling í lokin á fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni, á Laugardalsvelli. Englendingar voru manni færri í 20 mínútur og Ísland fékk víti í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×