Fótbolti

Sjáðu alla vítadramatíkina undir lok leiksins í Laugardalnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Bjarnason skýtur yfir úr vítaspyrnunni sinni.
Birkir Bjarnason skýtur yfir úr vítaspyrnunni sinni. Vísir/Daníel Þór

Tvö víti réðu úrslitum í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í dag en það var mikil dramatík í lok leiks.

Raheem Sterling tryggði enska landsliðinu sigur á Íslandi með marki úr vítaspyrnu en íslensku strákunum mistókst síðan að jafna metin þegar Birkir Bjarnason hitti ekki markið úr sinni vítaspyrnu í uppbótartíma.

Sverrir Ingi Ingason varði skot Raheem Sterling með hendi og fékk ekki bara víti dæmt á sig heldur einnig sitt annað gula spjald og þar með rautt spjald.

Raheem Sterling skoraði af öryggi úr vítinu sínu, setti boltann í mitt markið eftir að Hannes Þór Halldórsson skutlaði sér.

Íslenska liðið fór hins vegar í sókn og varamaðurinn Hólmbert Aron Friðjónsson fiskaði víti.

Birkir Bjarnason steig á punktinn en skaut yfir og Englendingar fögnuðu sigri.

Hér fyrir neðan má sjá alla dramatíkina undir lok leiksins í Laugardalnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×