Fótbolti

Byrjunarlið Íslands: Hannes í markinu, Kári fyrirliði og Jón Dagur byrjar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þessir tveir eru á sínum stað í byrjunarliði Íslands.
Þessir tveir eru á sínum stað í byrjunarliði Íslands. Vísir/Getty

Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Englandi í Þjóðadeildinni er komið í hús. Athygli vekur að Jón Dagur Þorsteinsson byrjar á vinstri væng liðsins. Þá eru tveir leikmenn úr Pepsi Max deildinni í byrjunarliðinu.

Ísland mun spila 4-4-2 leikkerfi í dag.

Markmaður: Hannes Þór Halldórsson

Varnarmenn: Hjörtur Hermannsson, Kári Árnason (F), Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon.

Miðjumenn: Arnór Ingvi Traustason, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Dagur Þorsteinsson.

Sóknarmenn: Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson.

Allir leikmenn Íslands eru svo á varamannabekknum. Það eru þeir: Ögmundur Kristinsson, Rúnar Alex Rúnarsson, Jón Guðni Fjóluson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Samúel Kári Friðjónsson, Albert Guðmundsson, Mikael Anderson, Hólmbert Aron Friðjónsson, Atli Fannar Baldursson, Arnór SigurðssonEmil Hallfreðsson og Ari Freyr Skúlason.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×