Nýliðarnir sjö sem gætu leikið sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2020 16:30 Kalvin Phillips gæti leikið sinn fyrsta landsleik áður en hann leikur í efstu deild á Englandi. getty/James Gill Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Sjö leikmenn í enska landsliðshópnum gætu leikið sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Laugardalsvellinum í Þjóðadeildinni á morgun. Til samanburðar er aðeins einn nýliði í íslenska landsliðshópnum; Andri Fannar Baldursson, leikmaður Bologna á Ítalíu. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, valdi upphaflega fjóra nýliða í enska hópinn: Dean Henderson, Mason Greenwood, Phil Foden og Kalvin Phillips. Þrír bættust svo við vegna forfalla annarra í hópnum: Ainsley Maitland-Niles, Conor Coady og Jack Grealish. Mason Greenwood er yngstur í enska hópnum en þessi átján ára strákur sló í gegn með Manchester United á síðasta tímabili. Hann er ári yngri en Phil Foden, leikmaður Manchester City. „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins. Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess.“ Dean Henderson er 23 ára markvörður Manchester United. Hann átti góðu gengi að fagna sem lánsmaður hjá Sheffield United en er nú kominn aftur til Manchester United og ætlar að berjast við David De Gea um stöðu aðalmarkvarðar liðsins. Kalvin Phillips, miðjumaður Leeds United, hefur aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að vera orðinn 24 ára. Það breytist í vetur en Leeds eru nýliðar í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið B-deildina á síðasta tímabili. Ainsley Maitland-Niles er 23 ára varnar- og miðjumaður hjá Arsenal. Hann lék sérstaklega vel í bikarúrslitaleiknum í síðasta mánuði þar sem Arsenal vann Chelsea, 2-1. Lengi hefur verið beðið eftir því að Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, fái tækifæri með enska landsliðinu og það gæti gerst á Laugardalsvellinum á morgun. Grealish lék með yngri landsliðum Írlands en ákvað svo að spila fyrir hönd Englands. Conor Coady er fyrirliði Wolves og hefur leikið hverja einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin tvö tímabil. Hann er uppalinn hjá Liverpool en lék aðeins tvo leiki fyrir aðallið félagsins. Raheem Sterling er leikjahæstur í enska hópnum með 56 landsleiki. Hann er sá eini í hópnum sem hefur leikið yfir 50 landsleiki. Til samanburðar eru sex leikmenn í íslenska hópnum sem eiga 50 landsleiki eða fleiri á ferilskránni. Reynslan í enska liðinu er ekki mikil. Til að mynda hafa miðjumennirnir sjö í enska hópnum leikið samtals fimmtán landsleiki. Eftir leikinn gegn Íslendingum æfa Englendingar hér á landi áður en þeir mæta svo Dönum á Parken á þriðjudaginn. Enska landsliðið hefur unnið síðustu þrjá leiki sína með markatölunni 17-0. Síðasti leikur þess var gegn Kósovó 17. nóvember á síðasta ári. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira