Draumur gæti ræst hjá unga Man. City manninum í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 10:30 Phil Foden er búinn að ná sér í talsverða reynslu í stórum leikjum með Manchester City liðinu. EPA-EFE/Shaun Botterill Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Sjá meira
Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Sjá meira