Íslenski boltinn

Blikar áfram í bikar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna.
Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna. VÍSIR/DANÍEL

Breiðablik var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna. Liðið vann ÍA örugglega 5-0 upp á Skaga í kvöld.

Breiðablik hefur spilað frábærlega í sumar og átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Skagastúlkur af velli í blíðskaparveðri upp á Skipaskaga í kvöld. Sveindís Jane Jónsdóttir kom Breiðablik yfir eftir rétt rúmar tíu mínútur.

Áður en fyrri hálfleik var úti hafði Agla María Albertsdóttir bætti við tveimur mörkum og Rakel Hönnudóttir einu, staðan því 4-0 í hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir bætti svo við fimmta markinu í síðari hálfleik og þar við sat.

Lokatölur 5-0 og Breiðablik komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins ásamt ríkjandi bikarmeisturum Selfoss, Þór/KA og KR.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×