Chelsea við það að setja met á Englandi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2020 17:30 Það verður mikið breytt Chelsea-lið sem mætir til leiks þegar enska úrvalsdeildin hefst í haust. Darren Walsh/Getty Images Íþróttafélög um heim allan hafa komið einstaklega illa út úr kórónufaraldrinum. Mörg hafa orðið fyrir miklu tekjutapi og berjast nú í bökkum við að halda starfsemi sinni gangandi. Það virðist þó ekki eiga við um enska knattspyrnufélagið Chelsea sem hefur eytt peningum eins og enginn sé morgundagurinn undanfarnar vikur. Ef Kai Havertz gengur til liðs við félagið fyrir þá upphæð sem nefnd hefur verið [90 milljónir punda] þá verður Chelsea það enska félag sem hefur eytt hvað mestu í einum og sama félagaskiptaglugganum. Nú þegar hefur félagið keypt Timo Werner og Ben Chilwell á 50 milljónir punda hvorn. Hakim Ziyech kom á 37 milljónir og þá nældi liðið í tvo leikmenn á frjálsri sölu, þá Thiago Silva og Malang Sarr. Ástæðan bakvið eyðslu Chelsea í sumar eru leikmannasölur liðsins undanfarin ár. Daily Mail fór vel og vandlega yfir stöðuna og studdist við útreikninga frá Swiss Ramble á Twitter en sá sérhæfir sig í fjármálum tengdum knattspyrnu. Þó Chelsea hafi vissulega eytt dágóðri summu undanfarin ár þá hefur félagið gert einstaklega vel þegar kemur að sölum leikmanna. Alls hefur félagið fengið 450 milljónir punda í kassann á síðustu sex árum. Eden Hazard fór til Real Madrid á 100 milljónir punda sumarið 2019. Against that, #CFC have sold players for £198m over last two years, mainly Eden Hazard £100m (excluding add-ons) and Alvaro Morata £50m, booking an estimated profit from those sales of £173m. The profit is so high, as most departing players were fully amortised in the accounts. pic.twitter.com/l27ts8Fs4b— Swiss Ramble (@SwissRamble) August 31, 2020 Einnig hefur Chelsea selt þá Alvaro Morata, Thibaut Courtois, Diego Costa, Nemanja Matic og Oscar á dágóðan skilding. Chelsea var svo í félagaskiptabanni síðasta sumar og gat þar af leiðandi ekki keypt leikmann sem hafði ekki verið áður hjá þeim. Kaupin á Christian Pulisic höfðu verið staðfest í janúar og Mateo Kovacic var keyptur eftir að hafa verið á láni hjá félaginu. Chelsea hefur einnig losað leikmenn á góðum launum, til að mynda Gary Cahill, Willian og Pedro ásamt því að selja leikmenn fyrir smærri upphæðir. Þar má nefna David Luiz, Mario Pasalic og Ola Aina. Það gæti vel verið að við sjáum Chelsea eyða enn meira í leikmenn áður en glugginn lokar. Það er ljóst að Roman Abramovich – eigandi Chelsea – hefur gefið Frank Lampard, þjálfara liðsins, lyklana að fjárhirslum sínum. OK, enough fancy footwork in the accounts. Back in the real world someone will still have to pay the bill. Fortunately for #CFC, they can call on the Bank of Roman , as their owner has pumped in £1.3 bln since his arrival, including a chunky £247m in 2019. pic.twitter.com/1fNjoy7JjM— Swiss Ramble (@SwissRamble) August 31, 2020 Það er allavega nær öruggt að Chelsea verða áfram virkir á markaðnum, hvort sem það verði í leikmannakaupum eða sölum. Talið er að þeir Michy Batshuayi, Danny Drinkwater, Ross Barkley, Emerson Palmieri og Tiemoune Bakayoko séu allir á förum frá félaginu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nýju Chelsea mennirnir gætu báðir byrjað á móti Spáni í kvöld Þjóðadeild Evrópu 2020-21 hefst í dag með tíu leikjum en stórleikur dagsins er leikur risanna Þýskalands og Spánar á Mercedes-Benz Arena í Stuttgart. 3. september 2020 16:30 Chelsea fær þriðja varnarmanninn á jafn mörgum dögum Thiago Silva, fyrrverandi fyrirliði Paris Saint-Germain, er farinn til Chelsea. Hann er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær í sumar. 28. ágúst 2020 11:08 Chelsea kaupir Chilwell Chelsea heldur áfram að safna liði og hefur keypt vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á um 50 milljónir punda. 26. ágúst 2020 16:25 Chelsea lánar hann í áttunda skiptið Jamal Blackman hefur verið hjá Chelsea í fjórtán ár en hann á enn eftir að spila fyrir aðallið félagsins. 25. ágúst 2020 13:30 Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Frank Lampard er að búa til afar spennandi framtíðarlið á Stamford Bridge og þá mun líklega einn reynslubolti bætast líka í hópinn. 24. ágúst 2020 13:21 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Íþróttafélög um heim allan hafa komið einstaklega illa út úr kórónufaraldrinum. Mörg hafa orðið fyrir miklu tekjutapi og berjast nú í bökkum við að halda starfsemi sinni gangandi. Það virðist þó ekki eiga við um enska knattspyrnufélagið Chelsea sem hefur eytt peningum eins og enginn sé morgundagurinn undanfarnar vikur. Ef Kai Havertz gengur til liðs við félagið fyrir þá upphæð sem nefnd hefur verið [90 milljónir punda] þá verður Chelsea það enska félag sem hefur eytt hvað mestu í einum og sama félagaskiptaglugganum. Nú þegar hefur félagið keypt Timo Werner og Ben Chilwell á 50 milljónir punda hvorn. Hakim Ziyech kom á 37 milljónir og þá nældi liðið í tvo leikmenn á frjálsri sölu, þá Thiago Silva og Malang Sarr. Ástæðan bakvið eyðslu Chelsea í sumar eru leikmannasölur liðsins undanfarin ár. Daily Mail fór vel og vandlega yfir stöðuna og studdist við útreikninga frá Swiss Ramble á Twitter en sá sérhæfir sig í fjármálum tengdum knattspyrnu. Þó Chelsea hafi vissulega eytt dágóðri summu undanfarin ár þá hefur félagið gert einstaklega vel þegar kemur að sölum leikmanna. Alls hefur félagið fengið 450 milljónir punda í kassann á síðustu sex árum. Eden Hazard fór til Real Madrid á 100 milljónir punda sumarið 2019. Against that, #CFC have sold players for £198m over last two years, mainly Eden Hazard £100m (excluding add-ons) and Alvaro Morata £50m, booking an estimated profit from those sales of £173m. The profit is so high, as most departing players were fully amortised in the accounts. pic.twitter.com/l27ts8Fs4b— Swiss Ramble (@SwissRamble) August 31, 2020 Einnig hefur Chelsea selt þá Alvaro Morata, Thibaut Courtois, Diego Costa, Nemanja Matic og Oscar á dágóðan skilding. Chelsea var svo í félagaskiptabanni síðasta sumar og gat þar af leiðandi ekki keypt leikmann sem hafði ekki verið áður hjá þeim. Kaupin á Christian Pulisic höfðu verið staðfest í janúar og Mateo Kovacic var keyptur eftir að hafa verið á láni hjá félaginu. Chelsea hefur einnig losað leikmenn á góðum launum, til að mynda Gary Cahill, Willian og Pedro ásamt því að selja leikmenn fyrir smærri upphæðir. Þar má nefna David Luiz, Mario Pasalic og Ola Aina. Það gæti vel verið að við sjáum Chelsea eyða enn meira í leikmenn áður en glugginn lokar. Það er ljóst að Roman Abramovich – eigandi Chelsea – hefur gefið Frank Lampard, þjálfara liðsins, lyklana að fjárhirslum sínum. OK, enough fancy footwork in the accounts. Back in the real world someone will still have to pay the bill. Fortunately for #CFC, they can call on the Bank of Roman , as their owner has pumped in £1.3 bln since his arrival, including a chunky £247m in 2019. pic.twitter.com/1fNjoy7JjM— Swiss Ramble (@SwissRamble) August 31, 2020 Það er allavega nær öruggt að Chelsea verða áfram virkir á markaðnum, hvort sem það verði í leikmannakaupum eða sölum. Talið er að þeir Michy Batshuayi, Danny Drinkwater, Ross Barkley, Emerson Palmieri og Tiemoune Bakayoko séu allir á förum frá félaginu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nýju Chelsea mennirnir gætu báðir byrjað á móti Spáni í kvöld Þjóðadeild Evrópu 2020-21 hefst í dag með tíu leikjum en stórleikur dagsins er leikur risanna Þýskalands og Spánar á Mercedes-Benz Arena í Stuttgart. 3. september 2020 16:30 Chelsea fær þriðja varnarmanninn á jafn mörgum dögum Thiago Silva, fyrrverandi fyrirliði Paris Saint-Germain, er farinn til Chelsea. Hann er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær í sumar. 28. ágúst 2020 11:08 Chelsea kaupir Chilwell Chelsea heldur áfram að safna liði og hefur keypt vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á um 50 milljónir punda. 26. ágúst 2020 16:25 Chelsea lánar hann í áttunda skiptið Jamal Blackman hefur verið hjá Chelsea í fjórtán ár en hann á enn eftir að spila fyrir aðallið félagsins. 25. ágúst 2020 13:30 Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Frank Lampard er að búa til afar spennandi framtíðarlið á Stamford Bridge og þá mun líklega einn reynslubolti bætast líka í hópinn. 24. ágúst 2020 13:21 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Sjá meira
Nýju Chelsea mennirnir gætu báðir byrjað á móti Spáni í kvöld Þjóðadeild Evrópu 2020-21 hefst í dag með tíu leikjum en stórleikur dagsins er leikur risanna Þýskalands og Spánar á Mercedes-Benz Arena í Stuttgart. 3. september 2020 16:30
Chelsea fær þriðja varnarmanninn á jafn mörgum dögum Thiago Silva, fyrrverandi fyrirliði Paris Saint-Germain, er farinn til Chelsea. Hann er fimmti leikmaðurinn sem liðið fær í sumar. 28. ágúst 2020 11:08
Chelsea kaupir Chilwell Chelsea heldur áfram að safna liði og hefur keypt vinstri bakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester City á um 50 milljónir punda. 26. ágúst 2020 16:25
Chelsea lánar hann í áttunda skiptið Jamal Blackman hefur verið hjá Chelsea í fjórtán ár en hann á enn eftir að spila fyrir aðallið félagsins. 25. ágúst 2020 13:30
Chelsea ekkert að grínast: Að kaupa Kai Havertz og búast við Thiago Silva Frank Lampard er að búa til afar spennandi framtíðarlið á Stamford Bridge og þá mun líklega einn reynslubolti bætast líka í hópinn. 24. ágúst 2020 13:21