Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 23:00 Bandarískir kjósendur eru ekki sáttir við meðhöndlun Trump á faraldrinum þar í landi. Hann vill bæta ímynd sína með því að draga úr skimun. AP/Evan Vucci Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Þannig verður dregið úr skimun og staðfestum smitum fækkað. Einnig stendur til að tengja færri dauðsföll við Covid-19. Þetta kemur fram í frétt Politico sem hefur þetta eftir fimm heimildarmönnum sem koma að þessu verkefni. „Þetta snýr að því að forsetinn vill færa athyglina frá skimun,“ sagði Repúblikani sem hefur ráðlagt Hvíta húsinu varðandi málið. Hann sagði að Hvíta húsið vildi að tilfellum hætti að fjölga eins og þau hafa gert. Bandaríkin hafa þurft að eiga við um 40 þúsund ný tilfelli á dag, svo vitað sé. Rúmlega sex milljónir hafa smitast og rúmlega 185 þúsund hafa dáið. Nýsmituðum hefur þó farið fækkandi í Bandaríkjunum að undanförnu. Embættismenn í Hvíta húsinu segja breyttar áherslur í skimun vegna þess að meiri þörf sé á henni meðal aldraðra og nemenda. Trump hefur þó ítrekað haldið því fram að eina ástæða þess að svo margir hafi greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum, sé að skimun sé svo umfangsmikil. Hann hefur einnig haldið því fram að skimunin sé hvergi umfangsmeiri. Hvorugt er rétt. Þá er frétt Politico í takt við annan fréttaflutning vestanhafs. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti til að mynda viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Washington Post sagði svo nýverið frá því að nýr ráðgjafi Trump í sóttvarnamálum, sem hefur enga reynslu af sóttvörnum, hafi ýtt á að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið skref í þá átt. Sá ráðgjafi, Scott Atlas, sagði á mánudaginn að það væri óþarfi að skrá fólk sem sýndi ekki einkenni og væri ekki í áhættuhópum. Frekar ætti að vernda viðkvæma hópa. Heilbrigðissérfræðingar Í Bandaríkjunum segjast undrandi yfir áherslubreytingunum. Nú þegar tilfellum fari fækkandi sé ekki rétti tíminn til að skipta um stefnu. Þeir hafa sömuleiðis kvartað hástöfum yfir mísvísandi skilaboðum úr Hvíta húsinu frá því faraldurinn hófst. Einn viðmælandi Politico, sem var lengi einn af æðstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði að ríkisstjórn Trump hefði aðeins eitt markmið. Það væri að tryggja forsetanum endurkjör í nóvember. Allar áherslur stofnana Bandaríkjanna sem að faraldrinum koma virtust þjóna því markmiði. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn. Þannig verður dregið úr skimun og staðfestum smitum fækkað. Einnig stendur til að tengja færri dauðsföll við Covid-19. Þetta kemur fram í frétt Politico sem hefur þetta eftir fimm heimildarmönnum sem koma að þessu verkefni. „Þetta snýr að því að forsetinn vill færa athyglina frá skimun,“ sagði Repúblikani sem hefur ráðlagt Hvíta húsinu varðandi málið. Hann sagði að Hvíta húsið vildi að tilfellum hætti að fjölga eins og þau hafa gert. Bandaríkin hafa þurft að eiga við um 40 þúsund ný tilfelli á dag, svo vitað sé. Rúmlega sex milljónir hafa smitast og rúmlega 185 þúsund hafa dáið. Nýsmituðum hefur þó farið fækkandi í Bandaríkjunum að undanförnu. Embættismenn í Hvíta húsinu segja breyttar áherslur í skimun vegna þess að meiri þörf sé á henni meðal aldraðra og nemenda. Trump hefur þó ítrekað haldið því fram að eina ástæða þess að svo margir hafi greinst með Covid-19 í Bandaríkjunum, sé að skimun sé svo umfangsmikil. Hann hefur einnig haldið því fram að skimunin sé hvergi umfangsmeiri. Hvorugt er rétt. Þá er frétt Politico í takt við annan fréttaflutning vestanhafs. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna breytti til að mynda viðmiðum ríkisins varðandi skimun fyrir Covid-19, á þá leið að ekki þurfi að framkvæma prófa á manneskju sem hafi verið í samskiptum við aðila sem vitað er að er smitaður. Áður hafði stofnunin sagt að skima þyrfti slíka aðila, jafnvel þó viðkomandi sýndu ekki einkenni. Sjá einnig: Breytingar á viðmiðum í Bandaríkjunum um skimun sagðar koma niður á smitrakningu Washington Post sagði svo nýverið frá því að nýr ráðgjafi Trump í sóttvarnamálum, sem hefur enga reynslu af sóttvörnum, hafi ýtt á að Bandaríkin leggi áherslu á að ná svokölluðu „hjarðónæmi“ gegn Covid-19. Ríkisstjórnin hefur þegar tekið skref í þá átt. Sá ráðgjafi, Scott Atlas, sagði á mánudaginn að það væri óþarfi að skrá fólk sem sýndi ekki einkenni og væri ekki í áhættuhópum. Frekar ætti að vernda viðkvæma hópa. Heilbrigðissérfræðingar Í Bandaríkjunum segjast undrandi yfir áherslubreytingunum. Nú þegar tilfellum fari fækkandi sé ekki rétti tíminn til að skipta um stefnu. Þeir hafa sömuleiðis kvartað hástöfum yfir mísvísandi skilaboðum úr Hvíta húsinu frá því faraldurinn hófst. Einn viðmælandi Politico, sem var lengi einn af æðstu embættismönnum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC, sagði að ríkisstjórn Trump hefði aðeins eitt markmið. Það væri að tryggja forsetanum endurkjör í nóvember. Allar áherslur stofnana Bandaríkjanna sem að faraldrinum koma virtust þjóna því markmiði.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31 „Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37 800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Segir Hvíta húsið vera í afneitun Andrew Cuomo ríkisstjóri New York-ríkis er harðorður í garð embættismanna Hvíta hússins á Twitter í dag. 30. ágúst 2020 18:31
„Flóðbylgja ósanninda“ í langri ræðu Trump Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti lokaræðu landsfundar Repúblikanaflokksins í nótt þar sem hann tók formlega við tilnefningu flokksins. Í rúman klukkutíma gagnrýndi hann Joe Biden harðlega, fegraði eigin viðbrögð við faraldri Covid-19 og lofaði bóluefni fyrir lok þessa árs. 28. ágúst 2020 09:37
800 þúsund dánir vegna Covid-19 Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. 22. ágúst 2020 09:11