800 þúsund dánir vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2020 09:11 Heilbrigðisstarfsmenn við skimun á Indlandi. AP/Manish Swarup Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, 175.409, Brasilíu, 113.358, og í Mexíkó, 59.610, þegar þetta er skrifað. Alls hafa tæplega 23 milljónir manna smitast, svo vitað sé. Útlit er þó fyrir að mun fleiri hafi dáið en opinbert er. AP fréttaveitan segir til að mynda að raunverulegur fjöldi látinna í Bandaríkjunum gæti verið um 215 þúsund eða 40 þúsund hærri en opinberar tölur segja til um. Þá tölu fundu blaðamenn fréttaveitunnar með því að bera saman fjölda þeirra sem dóu á fyrstu sjö mánuðum ársins, við fjölda látinna á sama tímabili undanfarin ár. Að meðaltali hafa um 1,7 milljón manna dáið frá janúar til loka júlí í Bandaríkjunum. Þetta árið er þessi tala um 1,9 milljón. Þá eru þeldökkir helmingur af þeim sem hafa dáið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að þeldökkir séu um 40 prósent íbúa Bandaríkjanna virðist þau vera um 52 prósent þeirra sem dáið hafa. Miklar vísbendingar eru um að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið verr niður á þeim. Það hefur verið rakið til verra aðgengis að heilbrigðisþjónustu og verri efnahagsstöðu þeldökkra. Er þar átt við Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, af rómönskum ættum, frá Asíu og innfædda. Útbreiðsla kórónuveirunnar er í uppsveiflu víða í heiminum. Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafa smitast á Indlandi fór í morgun yfir þrjár milljónir eftir að þeim fjölgaði um rúmlega 69 þúsund á milli daga. Fjölgunin hefur aldrei verið hærri á milli daga í landinu. Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að miklu leyti megi rekja aukninguna til aukningar í skimun og að þeim sem jafna sig af Covid-19 fari einnig fjölgandi. #IndiaFightsCoronaIndia crosses the milestone of 1 million #COVID19 tests a day.More than 10 lakh people tested in the last 24 hours. pic.twitter.com/McUcc1JbZJ— Ministry of Health (@MoHFW_INDIA) August 22, 2020 Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði í gær að hann vonaðist til þess að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Tala látinna vegna Covid-19 mun fara yfir 800 þúsund í dag, samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans í Bandaríkjunum sem byggir á opinberum tölum. Flestir hafa dáið í Bandaríkjunum, 175.409, Brasilíu, 113.358, og í Mexíkó, 59.610, þegar þetta er skrifað. Alls hafa tæplega 23 milljónir manna smitast, svo vitað sé. Útlit er þó fyrir að mun fleiri hafi dáið en opinbert er. AP fréttaveitan segir til að mynda að raunverulegur fjöldi látinna í Bandaríkjunum gæti verið um 215 þúsund eða 40 þúsund hærri en opinberar tölur segja til um. Þá tölu fundu blaðamenn fréttaveitunnar með því að bera saman fjölda þeirra sem dóu á fyrstu sjö mánuðum ársins, við fjölda látinna á sama tímabili undanfarin ár. Að meðaltali hafa um 1,7 milljón manna dáið frá janúar til loka júlí í Bandaríkjunum. Þetta árið er þessi tala um 1,9 milljón. Þá eru þeldökkir helmingur af þeim sem hafa dáið í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að þeldökkir séu um 40 prósent íbúa Bandaríkjanna virðist þau vera um 52 prósent þeirra sem dáið hafa. Miklar vísbendingar eru um að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi komið verr niður á þeim. Það hefur verið rakið til verra aðgengis að heilbrigðisþjónustu og verri efnahagsstöðu þeldökkra. Er þar átt við Bandaríkjamenn af afrískum uppruna, af rómönskum ættum, frá Asíu og innfædda. Útbreiðsla kórónuveirunnar er í uppsveiflu víða í heiminum. Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafa smitast á Indlandi fór í morgun yfir þrjár milljónir eftir að þeim fjölgaði um rúmlega 69 þúsund á milli daga. Fjölgunin hefur aldrei verið hærri á milli daga í landinu. Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að miklu leyti megi rekja aukninguna til aukningar í skimun og að þeim sem jafna sig af Covid-19 fari einnig fjölgandi. #IndiaFightsCoronaIndia crosses the milestone of 1 million #COVID19 tests a day.More than 10 lakh people tested in the last 24 hours. pic.twitter.com/McUcc1JbZJ— Ministry of Health (@MoHFW_INDIA) August 22, 2020 Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði í gær að hann vonaðist til þess að kórónuveirufaraldrinum verði lokið innan tveggja ára.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira