Kletturinn og fjölskylda smituðust öll af kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. september 2020 06:28 Leikarinn Dwayne Johnson er betur þekktur sem The Rock. Getty/Albert L. Ortega Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dwayne Johnson, betur þekktur sem The Rock eða Kletturinn, smitaðist á dögunum af kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Þá smituðust eiginkona hans og tvær dætur einnig en Johnson tilkynnti um veikindi fjölskyldunnar á Instagram-síðu sinni. Fjallað er um málið á vef BBC. Hann sagði að það hefði verið líkt og að fá spark í magann að greinast jákvæður. „Nú erum við komin yfir þetta og ekki lengur smitandi. Þökk sé guði þá erum við heilbrigð,“ sagði Johnson. Fjölskyldan smitaðist af veirunni fyrir um tveimur og hálfri viku af nánum vinum sínum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir smituðust. „Ég get sagt ykkur að þetta hefur verið eitt af því erfiðasta og mest krefjandi sem við fjölskyldan höfum gengið í gegnum. Að fá Covid-19 er miklu verra en að komast yfir slæm meiðsli, vera borinn út eða í fjárhagsvandræðum, sem ég hef verið oftar en einu sinni,“ sagði Johnson og bætti við að það væri alltaf efst á forgangslista hans að vernda fjölskylduna sína. Þá sagðist hann vera hissa á því hvernig stjórnmálamenn beiti umræðunni um grímunotkun í pólitískum tilgangi. „Þetta hefur ekkert með pólitík að gera. Vertu með grímu. Það er það sem er rétt að gera,“ sagði Johnson. View this post on Instagram Stay disciplined. Boost your immune system. Commit to wellness. Wear your mask. Protect your family. Be strict about having people over your house or gatherings. Stay positive. And care for your fellow human beings. Stay healthy, my friends. DJ #controlthecontrollables A post shared by therock (@therock) on Sep 2, 2020 at 3:26pm PDT
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Hollywood Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira