Íslenski boltinn

Fjölnir fékk danskan miðjumann á síðustu stundu

Sindri Sverrisson skrifar
Nicklas Halse í leik með Roskilde.
Nicklas Halse í leik með Roskilde. VÍSIR/GETTY

Fjölnismenn, sem eru á botni Pepsi Max-deildar karla í fótbolta, náðu að styrkja lið sitt áður en lokað var fyrir félagaskipti hér á landi á miðnætti.

Fjölnir hefur tryggt sér krafta danska, varnarsinnaða miðjumannsins Nicklas Halse. Hann er 23 ára gamall og hefur verið fastamaður í liði Roskilde í dönsku 1. deildinni síðustu ár.

Halse á að fjóra leiki fyrir U19-landslið Danmerkur. Hann er uppalinn hjá Hvidovre en fór til stórveldisins Bröndby í lok árs 2014. Hann lék þó aðeins einn leik í dönsku úrvalsdeildinni með Bröndby áður en hann fór til Roskilde 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×