Pablo Punyed átti að fá rautt spjald fyrir „mjög ljótt brot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 12:30 Pablo Punyed steig aftan á kálfa Tryggva Hrafns Haraldssonar í hröðu upphlaupi Skagamanna en slapp með gult spjald. Skjámynd/S2 Sport Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki