Pablo Punyed átti að fá rautt spjald fyrir „mjög ljótt brot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 12:30 Pablo Punyed steig aftan á kálfa Tryggva Hrafns Haraldssonar í hröðu upphlaupi Skagamanna en slapp með gult spjald. Skjámynd/S2 Sport Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Pablo Punyed skoraði tvö mörk fyrir KR í 4-1 sigri á Skagamönnum en samkvæmt sérfræðingunum í Pepsi Max Stúkunni þá átti hann vera farinn löngu áður útaf með rautt spjald. KR-ingar voru heppnir að missa ekki mann af velli með rautt spjald strax á sextándu mínútu í sigrinum á Skagamönnum í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. KR vann leikinn 4-1 en hefðu getað þurft að spila manni færri í 74 mínútur. Pablo Oshan Punyed steig aftan á Tryggva Hrafn Haraldsson í skyndisókn á 16. mínútu leiksins og hlaut gula spjaldið fyrir frá Erlendi Eiríkssyni dómara. Staðan var þá 1-0 fyrir KR. Pablo Punyed innsiglaði síðan sigur KR-liðsins með því að skora tvö síðustu mörk leiksins á 68. og 89. mínútu. Guðmundur Benediktsson spurði þá Þorkel Mána Pétursson og Tómas Inga Tómasson út í þetta brot hjá Pablo Punyed í Pepsi Max Stúkunni í gær. „Ég vil meina að hann sé heppinn að fá ekki meira en gult spjald. Rikki sagði í lýsingunni að þetta væri ‚professional' brot en mér finnst þetta ekki vera mjög ‚professional'. Hann fer beint í löppina á honum og hann hefði þess vegna getað slasað hann,“ sagði Þorkell Máni Pétursson. „Við höfum oft séð þessi brot þegar menn eru að teika, menn halda í peysuna eða hlaupa inn í menn. Þarna var hann vísviljandi að stíga á hann. Hann gerði ekki neina tilraun til þess að spila knettinum,“ sagði Þorkell Máni sem vildi meina að þetta væri appelsínugult spjald. Tómas Ingi Tómasson var aftur á móti miklu harðari á því að þetta væri rautt spjald. „Það er ekkert appelsínugult spjald til og þetta er rautt spjald. Mér fannst hann reyna að meiða hann eða reyna að stoppa hann fyrir það fyrsta. Hann fer með takkana aftan í kálfann á honum sem mér finnst vera mjög ljótt brot. Mér finnst þetta vera rautt spjald,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. „Hann átti ekki möguleika á boltanum og þrumaði mann svona niður. Bara útaf með hann,“ sagði Tómas Ingi. Það má sjá hvað þeir sögðu um brot Pablo Punyed og brotið sjálft í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Pablo Punyed átti að fá rautt spjald á móti ÍA
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn