Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 18:31 Svetlana Tsíkhanosvkaja flúði til Litáen í kjölfar kosninganna. Celestino Arce/NurPhoto via Getty Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. Tsíkhanovskaja laut í lægra haldi fyrir Alexander Lúkasjenkó í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Kosningarnar eru afar umdeildar og telja andstæðingar forsetans að brögð hafi verið í tafli. Óháðum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir teymi í kring um Tsíkhanovskaju að hún muni ávarpa Öryggisráðið á föstudag, í gegn um fjarfundabúnað. Þá mun hún ávarpa Evrópuráðið í næstu viku. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í Öryggisráðinu. Hvíta-Rússland er nátengt Rússlandi, efnahagslega og í stjórnmálalegum skilningi. Lúkasjenkó hefur til að mynda lýst því yfir að hann hafi boðið Rússum að skerast í leikinn í Hvíta-Rússlandi og kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur. Þá hyggst Lúkasjenkó funda með Vladímír Pútín Rússlandsforseta á næstu vikum. Tsíkhanovskaja flúði til Litáens í kjölfar forsetakosninganna. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rúm 10 prósent atkvæða, en Lúkasjenkó rúm 80. Niðurstöður kosninganna hafa orðið tilefni fjölmennustu mótmæla í sögu Hvíta-Rússlands og fjölda verkfalla og vinnustöðvana. Mótmælendur segjast þá margir ekki ætla að una sér hvíldar fyrr en Lúkasjenkó fari úr embætti. Þeir ætli að fjölmenna á götur landsins og mótmæla í hverri viku uns forsetinn tekur pokann sinn. Í gær, á afmælisdegi Lúkasjenkó, mótmæltu tugir þúsunda forsetanum í miðbæ Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Tugir mótmælenda voru handteknir þar og í öðrum borgum landsins. Minnst fjögur hafa látist og hundruð hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í kjölfar kosninganna. Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. Tsíkhanovskaja laut í lægra haldi fyrir Alexander Lúkasjenkó í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Kosningarnar eru afar umdeildar og telja andstæðingar forsetans að brögð hafi verið í tafli. Óháðum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir teymi í kring um Tsíkhanovskaju að hún muni ávarpa Öryggisráðið á föstudag, í gegn um fjarfundabúnað. Þá mun hún ávarpa Evrópuráðið í næstu viku. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í Öryggisráðinu. Hvíta-Rússland er nátengt Rússlandi, efnahagslega og í stjórnmálalegum skilningi. Lúkasjenkó hefur til að mynda lýst því yfir að hann hafi boðið Rússum að skerast í leikinn í Hvíta-Rússlandi og kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur. Þá hyggst Lúkasjenkó funda með Vladímír Pútín Rússlandsforseta á næstu vikum. Tsíkhanovskaja flúði til Litáens í kjölfar forsetakosninganna. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rúm 10 prósent atkvæða, en Lúkasjenkó rúm 80. Niðurstöður kosninganna hafa orðið tilefni fjölmennustu mótmæla í sögu Hvíta-Rússlands og fjölda verkfalla og vinnustöðvana. Mótmælendur segjast þá margir ekki ætla að una sér hvíldar fyrr en Lúkasjenkó fari úr embætti. Þeir ætli að fjölmenna á götur landsins og mótmæla í hverri viku uns forsetinn tekur pokann sinn. Í gær, á afmælisdegi Lúkasjenkó, mótmæltu tugir þúsunda forsetanum í miðbæ Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Tugir mótmælenda voru handteknir þar og í öðrum borgum landsins. Minnst fjögur hafa látist og hundruð hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í kjölfar kosninganna.
Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira