Tsíkhanovskaja mun ávarpa Öryggisráðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. ágúst 2020 18:31 Svetlana Tsíkhanosvkaja flúði til Litáen í kjölfar kosninganna. Celestino Arce/NurPhoto via Getty Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. Tsíkhanovskaja laut í lægra haldi fyrir Alexander Lúkasjenkó í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Kosningarnar eru afar umdeildar og telja andstæðingar forsetans að brögð hafi verið í tafli. Óháðum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir teymi í kring um Tsíkhanovskaju að hún muni ávarpa Öryggisráðið á föstudag, í gegn um fjarfundabúnað. Þá mun hún ávarpa Evrópuráðið í næstu viku. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í Öryggisráðinu. Hvíta-Rússland er nátengt Rússlandi, efnahagslega og í stjórnmálalegum skilningi. Lúkasjenkó hefur til að mynda lýst því yfir að hann hafi boðið Rússum að skerast í leikinn í Hvíta-Rússlandi og kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur. Þá hyggst Lúkasjenkó funda með Vladímír Pútín Rússlandsforseta á næstu vikum. Tsíkhanovskaja flúði til Litáens í kjölfar forsetakosninganna. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rúm 10 prósent atkvæða, en Lúkasjenkó rúm 80. Niðurstöður kosninganna hafa orðið tilefni fjölmennustu mótmæla í sögu Hvíta-Rússlands og fjölda verkfalla og vinnustöðvana. Mótmælendur segjast þá margir ekki ætla að una sér hvíldar fyrr en Lúkasjenkó fari úr embætti. Þeir ætli að fjölmenna á götur landsins og mótmæla í hverri viku uns forsetinn tekur pokann sinn. Í gær, á afmælisdegi Lúkasjenkó, mótmæltu tugir þúsunda forsetanum í miðbæ Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Tugir mótmælenda voru handteknir þar og í öðrum borgum landsins. Minnst fjögur hafa látist og hundruð hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í kjölfar kosninganna. Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Svetlana Tsíkhanosvkaja mun ávarpa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna næstkomandi föstudag. Tsíkhanovskaja laut í lægra haldi fyrir Alexander Lúkasjenkó í forsetakosningum í Hvíta-Rússlandi fyrr í þessum mánuði. Kosningarnar eru afar umdeildar og telja andstæðingar forsetans að brögð hafi verið í tafli. Óháðum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Breska ríkisútvarpið hefur það eftir teymi í kring um Tsíkhanovskaju að hún muni ávarpa Öryggisráðið á föstudag, í gegn um fjarfundabúnað. Þá mun hún ávarpa Evrópuráðið í næstu viku. Rússland er eitt þeirra ríkja sem á fast sæti í Öryggisráðinu. Hvíta-Rússland er nátengt Rússlandi, efnahagslega og í stjórnmálalegum skilningi. Lúkasjenkó hefur til að mynda lýst því yfir að hann hafi boðið Rússum að skerast í leikinn í Hvíta-Rússlandi og kveða niður mótmælaölduna sem risið hefur. Þá hyggst Lúkasjenkó funda með Vladímír Pútín Rússlandsforseta á næstu vikum. Tsíkhanovskaja flúði til Litáens í kjölfar forsetakosninganna. Samkvæmt opinberum tölum hlaut hún rúm 10 prósent atkvæða, en Lúkasjenkó rúm 80. Niðurstöður kosninganna hafa orðið tilefni fjölmennustu mótmæla í sögu Hvíta-Rússlands og fjölda verkfalla og vinnustöðvana. Mótmælendur segjast þá margir ekki ætla að una sér hvíldar fyrr en Lúkasjenkó fari úr embætti. Þeir ætli að fjölmenna á götur landsins og mótmæla í hverri viku uns forsetinn tekur pokann sinn. Í gær, á afmælisdegi Lúkasjenkó, mótmæltu tugir þúsunda forsetanum í miðbæ Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Tugir mótmælenda voru handteknir þar og í öðrum borgum landsins. Minnst fjögur hafa látist og hundruð hafa slasast í átökum lögreglu og mótmælenda í kjölfar kosninganna.
Hvíta-Rússland Litháen Evrópusambandið Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira