Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 23:30 Mustapha Adib (t.v.) er sendiherra Líbanon í Þýskalandi. Hann er talinn líklegur til þess að taka við Hassan Diab (t.h.) sem sleit ríkisstjórninni fyrr í mánuðinum. EPA/AP Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon eftir stuðningsyfirlýsingu fjögurra fyrrum forsætisráðherra landsins. Honum yrði þá ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. Frá þessu er greint á vef Reuters. Michel Anoun mun hitta leiðtoga fylkinganna á líbanska þinginu í fyrramálið til þess að ræða tilnefningu næsta forsætisráðherra. Hann þarf því að tilnefna þann sem hefur mesta stuðninginn á meðal þingmanna en áður hafði verið talið að samningaviðræður gætu dregist á langinn. Líkt og áður sagði yrði Adib ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er, enda ljóst að krefjandi verkefni bíða. Efnahagsmálin hafa verið í miklu ólagi og sprengingin sem varð í byrjun mánaðar gerði illt ástand aðeins verra. Þá hafa mikil mótmæli staðið yfir í Líbanon frá því í október í fyrra en þau hafa aukist í kjölfar sprengingarinnar, sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sleit ríkisstjórninni og sagði af sér embætti í kjölfar sprengingarinnar. Þrír ráðherrar höfðu einnig sagt af sér en Diab sagðist ætla að berjast með fólkinu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. Spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab tók við embætti forsætisráðherra af Saad Hariri í desember á síðasta ári. Hann var prófessor áður en hann tók starfið að sér en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla í landinu. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Stuðningsyfirlýsing forsætisráðherrana er sögð gríðarlega mikilvæg og gefur til kynna mikinn stuðning súnní-múslima á þinginu, en skipting stjórnkerfisins þar í landi gerir ráð fyrir því að forsætisráðherran sé alltaf súnní-múslimi. Forsetinn skal alltaf vera kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon eftir stuðningsyfirlýsingu fjögurra fyrrum forsætisráðherra landsins. Honum yrði þá ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. Frá þessu er greint á vef Reuters. Michel Anoun mun hitta leiðtoga fylkinganna á líbanska þinginu í fyrramálið til þess að ræða tilnefningu næsta forsætisráðherra. Hann þarf því að tilnefna þann sem hefur mesta stuðninginn á meðal þingmanna en áður hafði verið talið að samningaviðræður gætu dregist á langinn. Líkt og áður sagði yrði Adib ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er, enda ljóst að krefjandi verkefni bíða. Efnahagsmálin hafa verið í miklu ólagi og sprengingin sem varð í byrjun mánaðar gerði illt ástand aðeins verra. Þá hafa mikil mótmæli staðið yfir í Líbanon frá því í október í fyrra en þau hafa aukist í kjölfar sprengingarinnar, sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sleit ríkisstjórninni og sagði af sér embætti í kjölfar sprengingarinnar. Þrír ráðherrar höfðu einnig sagt af sér en Diab sagðist ætla að berjast með fólkinu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. Spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab tók við embætti forsætisráðherra af Saad Hariri í desember á síðasta ári. Hann var prófessor áður en hann tók starfið að sér en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla í landinu. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Stuðningsyfirlýsing forsætisráðherrana er sögð gríðarlega mikilvæg og gefur til kynna mikinn stuðning súnní-múslima á þinginu, en skipting stjórnkerfisins þar í landi gerir ráð fyrir því að forsætisráðherran sé alltaf súnní-múslimi. Forsetinn skal alltaf vera kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent