Líklegt að sendiherra verði næsti forsætisráðherra Líbanon Sylvía Hall skrifar 30. ágúst 2020 23:30 Mustapha Adib (t.v.) er sendiherra Líbanon í Þýskalandi. Hann er talinn líklegur til þess að taka við Hassan Diab (t.h.) sem sleit ríkisstjórninni fyrr í mánuðinum. EPA/AP Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon eftir stuðningsyfirlýsingu fjögurra fyrrum forsætisráðherra landsins. Honum yrði þá ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. Frá þessu er greint á vef Reuters. Michel Anoun mun hitta leiðtoga fylkinganna á líbanska þinginu í fyrramálið til þess að ræða tilnefningu næsta forsætisráðherra. Hann þarf því að tilnefna þann sem hefur mesta stuðninginn á meðal þingmanna en áður hafði verið talið að samningaviðræður gætu dregist á langinn. Líkt og áður sagði yrði Adib ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er, enda ljóst að krefjandi verkefni bíða. Efnahagsmálin hafa verið í miklu ólagi og sprengingin sem varð í byrjun mánaðar gerði illt ástand aðeins verra. Þá hafa mikil mótmæli staðið yfir í Líbanon frá því í október í fyrra en þau hafa aukist í kjölfar sprengingarinnar, sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sleit ríkisstjórninni og sagði af sér embætti í kjölfar sprengingarinnar. Þrír ráðherrar höfðu einnig sagt af sér en Diab sagðist ætla að berjast með fólkinu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. Spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab tók við embætti forsætisráðherra af Saad Hariri í desember á síðasta ári. Hann var prófessor áður en hann tók starfið að sér en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla í landinu. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Stuðningsyfirlýsing forsætisráðherrana er sögð gríðarlega mikilvæg og gefur til kynna mikinn stuðning súnní-múslima á þinginu, en skipting stjórnkerfisins þar í landi gerir ráð fyrir því að forsætisráðherran sé alltaf súnní-múslimi. Forsetinn skal alltaf vera kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Mustapha Adib, sendiherra Líbanon í Þýskalandi, er reiðbúinn til þess að taka við forsætisráðherrastólnum í Líbanon eftir stuðningsyfirlýsingu fjögurra fyrrum forsætisráðherra landsins. Honum yrði þá ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er. Frá þessu er greint á vef Reuters. Michel Anoun mun hitta leiðtoga fylkinganna á líbanska þinginu í fyrramálið til þess að ræða tilnefningu næsta forsætisráðherra. Hann þarf því að tilnefna þann sem hefur mesta stuðninginn á meðal þingmanna en áður hafði verið talið að samningaviðræður gætu dregist á langinn. Líkt og áður sagði yrði Adib ætlað að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið er, enda ljóst að krefjandi verkefni bíða. Efnahagsmálin hafa verið í miklu ólagi og sprengingin sem varð í byrjun mánaðar gerði illt ástand aðeins verra. Þá hafa mikil mótmæli staðið yfir í Líbanon frá því í október í fyrra en þau hafa aukist í kjölfar sprengingarinnar, sem er sögð vera til marks um opinbera vanrækslu og sinnuleysi yfirvalda. Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanon, sleit ríkisstjórninni og sagði af sér embætti í kjölfar sprengingarinnar. Þrír ráðherrar höfðu einnig sagt af sér en Diab sagðist ætla að berjast með fólkinu fyrir breytingum á stjórnarfari landsins. Spilling í Líbanon væri „stærri en ríkið“. Diab tók við embætti forsætisráðherra af Saad Hariri í desember á síðasta ári. Hann var prófessor áður en hann tók starfið að sér en Hariri sagði af sér vegna fyrrnefndra mótmæla í landinu. Ráðandi fylkingar í Líbanon deildu um margra mánaða skeið áður en Diab var skipaður í embætti en ríkisstjórn hans var studd af Hezbollah samtökunum. Stuðningsyfirlýsing forsætisráðherrana er sögð gríðarlega mikilvæg og gefur til kynna mikinn stuðning súnní-múslima á þinginu, en skipting stjórnkerfisins þar í landi gerir ráð fyrir því að forsætisráðherran sé alltaf súnní-múslimi. Forsetinn skal alltaf vera kristinnar trúar og forseti þingsins shía-múslimi.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15 Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51 Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Líbanski herinn fær aukin völd Líbanska þingið hefur framlengt neyðarástandið landinu sem felur meðal annars í sér að herinn fær nú aukin völd. 13. ágúst 2020 12:15
Varaðir við hættunni í síðasta mánuði Forsætisráðherra og forseti Líbanon voru varaðir við því í síðasta mánuði að 2.750 tonn af ammóníum nítrati, sem finna mátti í vöruskemmu við höfn Beirút, væri ógn við borgina. 10. ágúst 2020 23:51
Reiknað með að líbanska ríkisstjórnin segi af sér vegna sprengingarinnar Búist er við því að ríkisstjórn Líbanon muni segja af sér síðar í dag, innan við viku frá því að gríðarstór sprenging lagði hluta Beirút, höfuðborgar Líbanons, í rúst. 10. ágúst 2020 15:47