Íslenski boltinn

„Þetta var rangur dómur hjá mínum upp­á­halds dómara“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Þór og Atli Viðar fóru yfir síðustu leiki ásamt Gumma Ben í Pepsi Max stúkunni.
Davíð Þór og Atli Viðar fóru yfir síðustu leiki ásamt Gumma Ben í Pepsi Max stúkunni. vísir/skjáskot

Spekingarnir í Pepsi Max stúkunni voru sammála Stjörnumönnum að vítaspyrnan sem liðið fékk dæmda á sig gegn KA hafi ekki verið rétt.

KA fékk vítaspyrnu undir lok leiksins í Garðabænum og jafnaði úr henni í 1-1. Þannig skildu leikar og Guðjón Pétur Lýðsson sagði meðal annars í leikslok að Stjörnumenn hefðu verið rændir.

„Ég hefði þurft að anda aðeins þarna ef ég væri Stjörnumaður,“ sagði Guðmundur Benediktsson um dóminn. „Það er enginn Stjörnumaður sem trúir þessu en hvað finnst ykkur?“ spurði Guðmundar þá Atla Viðar Björnssn og Davíð Þór Viðarsson.

„Hann er að taka sér stöðu og bíða eftir snertingu sem aldrei kemur. Þetta er bara dýfa,“ sagði Atli Viðar áður en Davíð tók við boltanum.

„Það getur vel verið að vinstri höndin fari í bakið á honum en við sæum það alltaf ef snertingin væri það mikið að þetta væri víti.“

„Brynjar Gauti er ekki svona sterkur í vinstri höndinni. Hann er miklu sterkari í hægri,“ skaut Gummi inn í á nýjan leik.

„Þetta var rangur dómur hjá mínum uppáhalds dómara,“ sagði Davíð Þór.

Klippa: Stúkan - KA víti



Fleiri fréttir

Sjá meira


×