Íslenski boltinn

Guð­jón Pétur: Við vorum rændir

Atli Freyr Arason skrifar
Úr leik hjá Stjörnunni fyrr í sumar.
Úr leik hjá Stjörnunni fyrr í sumar. vísir/daníel

Guðjón Pétur var ekki sáttur í leikslok eftir 1-1 jafntefli Stjörnurnar á heimavelli gegn KA.

„Við vorum rændir. Mér fannst þetta ekki vera víti hérna í lokin. Mér fannst við spila vel þrátt fyrir að vera manni færri í leiknum og skapa okkur hættur. Leiðinlegt að öll vinnan sem maður var búinn að leggja á sig skili sér ekki í þremur stigum en við tökum þá bara eitt stig,“ sagði Guðjón Pétur.

Guðjón Pétur var spurður af hverju Stjarnan náði ekki að sigla inn þremur stigum og hvað hefði farið úrskeiðis hjá Garðbæingum.

„Mér finnst ekkert fara úrskeiðis. Þeir fá bara víti, ódýrt víti. Þeir skapa ekki nein opin færi annað en einhverjar fyrirgjafir sem við díluðum vel við.“

Guðjón var í byrjunarlið Stjörnurnar í kvöld en er það einungis í annað skipti í sumar sem hann fær það tækifæri. Guðjón var ánægður að fá traustið

„Það er mjög gott þegar þjálfarinn gefur manni traustið. Mér fannst við bara fínir í dag. Ef ég get hjálpað liðinu þá er ég sáttur,“ sagði Guðjón Pétur Lýðsson að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×