Hvetja Breta til þess að hætta að hamstra Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 12:42 Tómar hillur í verslun Tesco í London á föstudag. Verslunareigendur líkja kaupæðinu vegna kórónuveirufaraldursins við jólaörtröðina. Svo rammt kveður að því að fólk hamstri nauðsynjar að stærstu verslunarkeðjur landsins hvetja fólk til að róa sig. AP/Alberto Pezzali Stærstu verslunarkeðjur Bretlands hvöttu landsmenn til þess að hætta að hamstra matvæli og aðrar vöru í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Vara þær við því að ef fólk kaupir meira en það þarf leiði það til þess að aðrir fái ekkert. Tesco, Sainsbury‘s, Asda, Morrisons, Aldi, Lidl, Coop, Waitrose, M&S, Iceland, Ocado og Costcutter eru á meðal þeirra verslana sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist á vegum samtaka verslunar í breskum dagblöðum í dag. „Við skiljum áhyggjur ykkar en að kaupa meira en þörf er á getur stundum þýtt að aðrir líða skort. Það er nóg fyrir alla ef við vinnum saman,“ segir í auglýsingunni. Frá því að kórónuveirufaraldurinn færðist upp á nýtt stig með stórtækum aðgerðum fjölda ríkja í vikunni hafa myndir gengið um samfélagsmiðla af tómum hillum verslana þar sem viðskiptavinir hafa hamstrað vörur eins og klósettpappír, pasta og dósamat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fullyrðir að næg matvæli séu til í landinu en að allir yrðu að hegða sér skynsamlega. „Ef þú ert að kaupa mat til dæmis og klósettpappír þá kaupir þú það sem þú þarft vegna þess að þetta hefur áhrif á aðra,“ sagði ráðherrann í dag. Bresk stjórnvöld hafa gengið skemur en mörg önnur ríki í viðbrögðum við faraldrinum. Nú er hins vegar talað um að samgöngubann gæti verið sett á þegar um næstu helgi og að eldra fólk verði beðið um að halda sig heima til að forðast smit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Covid-19-sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur leggst sérstaklega þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Stærstu verslunarkeðjur Bretlands hvöttu landsmenn til þess að hætta að hamstra matvæli og aðrar vöru í kórónuveirufaraldrinum sem nú gengur yfir. Vara þær við því að ef fólk kaupir meira en það þarf leiði það til þess að aðrir fái ekkert. Tesco, Sainsbury‘s, Asda, Morrisons, Aldi, Lidl, Coop, Waitrose, M&S, Iceland, Ocado og Costcutter eru á meðal þeirra verslana sem skrifuðu undir auglýsingu sem birtist á vegum samtaka verslunar í breskum dagblöðum í dag. „Við skiljum áhyggjur ykkar en að kaupa meira en þörf er á getur stundum þýtt að aðrir líða skort. Það er nóg fyrir alla ef við vinnum saman,“ segir í auglýsingunni. Frá því að kórónuveirufaraldurinn færðist upp á nýtt stig með stórtækum aðgerðum fjölda ríkja í vikunni hafa myndir gengið um samfélagsmiðla af tómum hillum verslana þar sem viðskiptavinir hafa hamstrað vörur eins og klósettpappír, pasta og dósamat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, fullyrðir að næg matvæli séu til í landinu en að allir yrðu að hegða sér skynsamlega. „Ef þú ert að kaupa mat til dæmis og klósettpappír þá kaupir þú það sem þú þarft vegna þess að þetta hefur áhrif á aðra,“ sagði ráðherrann í dag. Bresk stjórnvöld hafa gengið skemur en mörg önnur ríki í viðbrögðum við faraldrinum. Nú er hins vegar talað um að samgöngubann gæti verið sett á þegar um næstu helgi og að eldra fólk verði beðið um að halda sig heima til að forðast smit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Covid-19-sjúkdómurinn sem kórónuveiran veldur leggst sérstaklega þungt á eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Samgöngubann gæti tekið gildi á Bretlandi í næstu viku. Hótel- og veitingageirinn óttast að tilveru margra fyrirtækja sé ógnað vegna hrapandi eftirspurnar í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri. 14. mars 2020 09:56